„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 16:18 Frá vettvangi á Ólafsfirði. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. Eiginkonan lést í nóvember sem leið og því var notast við vitnisburð hennar hjá lögreglu í stað vitnaleiðslu fyrir dómi. Hún var lykilvitni í málinu, en miðað við lýsingar hennar og Steinþórs Einarssonar, sem er ákærður fyrir manndrápið, varð hún vitni að átökum milli Tómasar og Steinþórs, sem leiddu til dauða Tómasar. Lýsingar konunnar á atburðum næturinnar í október í fyrra voru að mörgu leyti í samræmi við lýsingar Steinþórs sem lýsti atvikunum sjálfur í morgun. Í báðum skýrslutökunum var konan sjáanlega í miklu uppnámi. Konan tjáði lögreglu að hún hefði yfirgefið heimili þeirra Tómasar daginn á undan eftir ósætti og fengið inn í húsinu þar sem átökin áttu eftir að brjótast út. Steinþór dvaldi einnig í húsinu. Þau hefðu setið við eldhúsborðið að spjalla þegar Tómas bar að garði. Tómas hafi beðið hana um að koma með sér heim, en hún ekki viljað það. Steinþór hafi ítrekað vilja hennar en Tómas tekið því illa og ráðist á hann. „Erfitt að átta sig á þessu“ Helsti munurinn á framburði konunnar og Steinþórs var að hún sagði að hún hefði reynt að stía þeim í sundur. Í framhaldinu hafi hún heyrt Steinþór spyrja hvort Tómas væri með hníf. „Ertu með hníf fíflið þitt, ætlar þú að stinga mig?“ hafði konan eftir Steinþóri. Í kjölfarið lýsti hún því að hafa séð mikið blóð. Og að hún hafi hringt á Neyðarlínuna. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Það er erfitt að átta sig á þessu,“ sagði konan. Í framburði sínum minntist Steinþór ekki á að konan hafi reynt að skilja þá í sundur. Tómas lét lífið vegna tveggja stungusára, en Steinþór hlaut stungusár í kinn og í læri. Konan sagði jafnframt að ekki væri um að ræða fyrsta skipti sem Tómas og Steinþór hefðu slegist. Sjálfur sagði Steinþór að hann hefði einungis séð Tómas reiðan einu sinni áður. Vanalega hefði hann verið rólegur og hegðun hans umrætt kvöld ekki í samræmi við það sem hann hafði kynnst. Þó sagðist hann vera komin með nóg af ofbeldinu sem Tómas beitti konuna í hjónabandi þeirra. Vaknaði við öskur Húsráðandi í húsinu þar sem atvikin áttu sér stað gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa hýst eiginkonuna, sem bjó ásamt Tómasi í sömu götu, eftir að hún bankaði upp hjá henni daginn áður með mar í andlitinu. Jafnframt sagðist hún hafa orðið vör við lögregluna á heimili konunnar og Tómasar. Húsráðandinn lýsti því einnig að hún og eiginkonan hefðu drukkið mikið um nóttina. Hún hefði sjálf orðið þreytt og farið að sofa. Hún hafi vaknað við öskur eiginkonunnar og farið úr herberginu sínu og séð Steinþór skríðandi á gólfinu, og síðan Tómas meðvitundarlausan. Hún sagði að allt hafi verið útatað blóði Heyrði að Steinþór hafi ráðist á Tómas Karlmaður sem var kallaður fyrir dóminn sem vitni segist hafa heyrt af atvikunum á annan hátt en Steinþór og eiginkonan lýstu. Hann hafi verið á rúntinum með stelpu á Ólafsfirði þegar hann sá konu „sem var eins og hún væri í geðrofi“ í glugga á húsi. Hann hafi hringt á Neyðarlínuna og verið spurður hvort þau kynnu fyrstu hjálp, sem þau gerðu, og þau beðin um að fara í húsið. „Þegar ég gekk þarna inn var það eins og að ganga inn í sláturhús,“ sagði karlmaðurinn. Hann sagðist hafa átt í samskiptum við konurnar tvær, eiginkonuna og húsráðandann, en virðist hafa ruglað þeim og nöfnum þeirra sama að einhverju leyti. Önnur hefði sagt sér að Steinþór hefði ráðist á Tómas, ólíkt því sem Steinþór hefur sjálfur haldið fram sem og eiginkonan. Aðspurður hvort hann væri viss um að hann myndi rétt sagðist hann vera „110 prósent viss“ um að konan hefði sagt Steinþór ráðast á Tómas. Hann myndi þetta eins og það hefði gerst í gær. Þá var hann spurður út í ummæli sem voru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Þar sem hann sagðist hafa heyrt að Tómas hefði ráðist Steinþór. Hann sagði líklegra að hann hefði mismælt sig þá þar sem hann hefði verið í sjokki. Hann stóð því við fyrri ummæli sín. Karlmaðurinn var spurður út í önnur ummæli sín úr lögregluskýrslunni, sem komu óljóst fram í dómsalnum, á þá leið að Tómas hafi staðið yfir rúmi annarrar konunnar eða Steinþórs vopnaður hníf. Hann mundi ekki eftir að hafa sagt það. Önnur konan hefði sagt mikið við sig á meðan hann reyndi að endurlífga Tómas. Umrædd ummæli hefðu getað verið þar á meðal. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Eiginkonan lést í nóvember sem leið og því var notast við vitnisburð hennar hjá lögreglu í stað vitnaleiðslu fyrir dómi. Hún var lykilvitni í málinu, en miðað við lýsingar hennar og Steinþórs Einarssonar, sem er ákærður fyrir manndrápið, varð hún vitni að átökum milli Tómasar og Steinþórs, sem leiddu til dauða Tómasar. Lýsingar konunnar á atburðum næturinnar í október í fyrra voru að mörgu leyti í samræmi við lýsingar Steinþórs sem lýsti atvikunum sjálfur í morgun. Í báðum skýrslutökunum var konan sjáanlega í miklu uppnámi. Konan tjáði lögreglu að hún hefði yfirgefið heimili þeirra Tómasar daginn á undan eftir ósætti og fengið inn í húsinu þar sem átökin áttu eftir að brjótast út. Steinþór dvaldi einnig í húsinu. Þau hefðu setið við eldhúsborðið að spjalla þegar Tómas bar að garði. Tómas hafi beðið hana um að koma með sér heim, en hún ekki viljað það. Steinþór hafi ítrekað vilja hennar en Tómas tekið því illa og ráðist á hann. „Erfitt að átta sig á þessu“ Helsti munurinn á framburði konunnar og Steinþórs var að hún sagði að hún hefði reynt að stía þeim í sundur. Í framhaldinu hafi hún heyrt Steinþór spyrja hvort Tómas væri með hníf. „Ertu með hníf fíflið þitt, ætlar þú að stinga mig?“ hafði konan eftir Steinþóri. Í kjölfarið lýsti hún því að hafa séð mikið blóð. Og að hún hafi hringt á Neyðarlínuna. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Það er erfitt að átta sig á þessu,“ sagði konan. Í framburði sínum minntist Steinþór ekki á að konan hafi reynt að skilja þá í sundur. Tómas lét lífið vegna tveggja stungusára, en Steinþór hlaut stungusár í kinn og í læri. Konan sagði jafnframt að ekki væri um að ræða fyrsta skipti sem Tómas og Steinþór hefðu slegist. Sjálfur sagði Steinþór að hann hefði einungis séð Tómas reiðan einu sinni áður. Vanalega hefði hann verið rólegur og hegðun hans umrætt kvöld ekki í samræmi við það sem hann hafði kynnst. Þó sagðist hann vera komin með nóg af ofbeldinu sem Tómas beitti konuna í hjónabandi þeirra. Vaknaði við öskur Húsráðandi í húsinu þar sem atvikin áttu sér stað gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa hýst eiginkonuna, sem bjó ásamt Tómasi í sömu götu, eftir að hún bankaði upp hjá henni daginn áður með mar í andlitinu. Jafnframt sagðist hún hafa orðið vör við lögregluna á heimili konunnar og Tómasar. Húsráðandinn lýsti því einnig að hún og eiginkonan hefðu drukkið mikið um nóttina. Hún hefði sjálf orðið þreytt og farið að sofa. Hún hafi vaknað við öskur eiginkonunnar og farið úr herberginu sínu og séð Steinþór skríðandi á gólfinu, og síðan Tómas meðvitundarlausan. Hún sagði að allt hafi verið útatað blóði Heyrði að Steinþór hafi ráðist á Tómas Karlmaður sem var kallaður fyrir dóminn sem vitni segist hafa heyrt af atvikunum á annan hátt en Steinþór og eiginkonan lýstu. Hann hafi verið á rúntinum með stelpu á Ólafsfirði þegar hann sá konu „sem var eins og hún væri í geðrofi“ í glugga á húsi. Hann hafi hringt á Neyðarlínuna og verið spurður hvort þau kynnu fyrstu hjálp, sem þau gerðu, og þau beðin um að fara í húsið. „Þegar ég gekk þarna inn var það eins og að ganga inn í sláturhús,“ sagði karlmaðurinn. Hann sagðist hafa átt í samskiptum við konurnar tvær, eiginkonuna og húsráðandann, en virðist hafa ruglað þeim og nöfnum þeirra sama að einhverju leyti. Önnur hefði sagt sér að Steinþór hefði ráðist á Tómas, ólíkt því sem Steinþór hefur sjálfur haldið fram sem og eiginkonan. Aðspurður hvort hann væri viss um að hann myndi rétt sagðist hann vera „110 prósent viss“ um að konan hefði sagt Steinþór ráðast á Tómas. Hann myndi þetta eins og það hefði gerst í gær. Þá var hann spurður út í ummæli sem voru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Þar sem hann sagðist hafa heyrt að Tómas hefði ráðist Steinþór. Hann sagði líklegra að hann hefði mismælt sig þá þar sem hann hefði verið í sjokki. Hann stóð því við fyrri ummæli sín. Karlmaðurinn var spurður út í önnur ummæli sín úr lögregluskýrslunni, sem komu óljóst fram í dómsalnum, á þá leið að Tómas hafi staðið yfir rúmi annarrar konunnar eða Steinþórs vopnaður hníf. Hann mundi ekki eftir að hafa sagt það. Önnur konan hefði sagt mikið við sig á meðan hann reyndi að endurlífga Tómas. Umrædd ummæli hefðu getað verið þar á meðal.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00
Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent