Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 20:10 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa áhrif á tugi flugferða og raska plönum mörg þúsund farþega. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum. Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum.
Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira