„Síðasti dans“ Messi og Ronaldo aftur á dagskrá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 09:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast mögulega í síðasta sinn í febrúar. Getty/Harold Cunningham Inter Miami hefur nú staðfest það að liðið muni eftir allt saman taka þátt í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í febrúar næstkomandi. Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira