Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2023 06:30 Pierluigi Collina er af mörgum talinn einn besti dómari sögunnar. Zhizhao Wu/Getty Images Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur til jarðar stuttu eftir að Caykur Rizespor jafnaði gegn Ankaragucu í tyrknesku deildinni á sjöundu mínútu uppbótartíma. Sökudólgurinn var hvorki leikmaður, þjálfari né áhorfandi, heldur forseti Ankaragucu, Faruk Koca. Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir árásina hræðilega og að gjörðir sem þessar muni á endanum drepa fótboltann. „Það sem er enn hræðilegra er að vita af þúsundum dómara um allan heim sem þurfa að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi á öllum stigum leiksins,“ sagði Collina um atvikið. „Þeir eru óþekktir og flestir þeirra eru ungir dómarar sem eru rétt að hefja sinn dómaraferil. Það að lemja dómara vegna einhverrar ákvörðunar sem hann tók á ekki að líðast, jafnvel þó hún sé röng. Það á ekki að kveikja í eða sprengja bílinn hans vegna vítaspyrnudóms.“ „Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Það hefur komið fyrir í einhverjum löndum að bílar dómara hafa verið sprengdir eða kveikt í þeim. Það er á ábyrgð allra sem elska fallega leikinn okkar að stíga upp og gera eitthvað í málinu. Áður en það verður of seint. Áður en þetta krabbamein drepur fótboltann,“ sagði Collina að lokum. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur til jarðar stuttu eftir að Caykur Rizespor jafnaði gegn Ankaragucu í tyrknesku deildinni á sjöundu mínútu uppbótartíma. Sökudólgurinn var hvorki leikmaður, þjálfari né áhorfandi, heldur forseti Ankaragucu, Faruk Koca. Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir árásina hræðilega og að gjörðir sem þessar muni á endanum drepa fótboltann. „Það sem er enn hræðilegra er að vita af þúsundum dómara um allan heim sem þurfa að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi á öllum stigum leiksins,“ sagði Collina um atvikið. „Þeir eru óþekktir og flestir þeirra eru ungir dómarar sem eru rétt að hefja sinn dómaraferil. Það að lemja dómara vegna einhverrar ákvörðunar sem hann tók á ekki að líðast, jafnvel þó hún sé röng. Það á ekki að kveikja í eða sprengja bílinn hans vegna vítaspyrnudóms.“ „Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Það hefur komið fyrir í einhverjum löndum að bílar dómara hafa verið sprengdir eða kveikt í þeim. Það er á ábyrgð allra sem elska fallega leikinn okkar að stíga upp og gera eitthvað í málinu. Áður en það verður of seint. Áður en þetta krabbamein drepur fótboltann,“ sagði Collina að lokum.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17
Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31