Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 09:03 Andrzej Duda Póllandsforseti og Donald Tusk, nýr forsætisráðherra Póllands. EPA Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11