Þjóðarsátt um hvað? Sandra F. Franks skrifar 13. desember 2023 11:31 Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun