„Vér mótmælum allir“ er ekki bara góður frasi í auglýsingu Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:31 Samtökin Líf án ofbeldis fagna fyrirhuguðum áformum um að taka til heildarendurskoðunar barnalög nr.76/2003, en dómsmálaráðuneytið hefur skipað þriggja manna sifjalaganefnd sem þegar hefur tekið til starfa. Frá stofnun samtakanna árið 2019 hafa þau kallað eftir því að yfirvöld ráðist í allsherjar endurskoðun á lagaumhverfi forsjár- og umgengnismála til að tryggja að börn fái að njóta verndar gegn ofbeldi. Fjöldi fjölskyldna lifir nú í algjöru vantrausti gagnvart lagakerfinu sem á að vernda þær og börnin þeirra. Um er að ræða kerfisbundið ofbeldi gegn konum sem á meðal annars rætur sínar að rekja til rótgróinna fordóma gegn þeim, þolendum ofbeldis og valdastrúktúr þar sem karlar njóta forréttinda. Lagakerfið viðheldur tortryggni í garð þeirra kvenna sem hafa þolað ofbeldi. Þetta viðbragð sem hlutaðeigandi íslensk stjórnvöld hafa tamið sér, að stilla til friðar um mál barna með því að hemja konur með valdbeitingu, samtímis því að veita málstað geranda ofbeldis lögmæti, festir enn frekar í sessi yfirráða hyggju og húsbóndavald karla sem beita ofbeldi. Viðbragðið við frásögn þolenda ofbeldis er ekki komið til þrátt fyrir framfarir Íslands á sviði kynjajafnréttis, heldur er betur lýst sem bakslagi eða viðnámi íhaldsamra afla í samfélaginu, vegna vaxandi réttinda og mannfrelsis kvenna á Íslandi síðustu áratugina. Tölfræði sem upplýsir um tíðni ofbeldis gegn konum hér á landi er ekki ábótavant í sjálfu sér en hún sýnir augljósan djúpstæðan vanda í kerfinu okkar, illkynja viðhorf til kvenna og barna sem segja frá ofbeldinu hefur sest þar að. Við lítum á það sem forgangsmál sifjalaganefndar í fyrirhugaðri heildarendurskoðun barnalaga að sjá til þess að íslensk lög, um réttindi barna til verndar frá ofbeldi og rétt þeirra til að hafa skoðun á sínum lífsaðstæðum, séu ekki þannig gerð að þau vinni gegn markmiðum sínum og tilgangi. Líf án ofbeldis álítur það enn fremur grundvallarforsendu þess að stjórnvöldum takist að efna skuldbindingar sínar við þolendur ofbeldis í fjölskyldum í samræmi við stjórnarskrá, stjórnarskrárvarinn rétt barna til verndar í lögum og alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist, gagnvart börnum og þolendum kynbundins ofbeldis, að lagafyrirmæli, reglugerðir og verkferlar sem úrskurðaraðilar starfa eftir séu skilgreindir með hagsmuni og vernd brotaþola heimilisofbeldis að leiðarljósi og taki réttmætt mið af reynslu þolenda heimilisofbeldis af beitingu gildandi barnalaga. Þá er bent á að reynsla lögmanna af fyrirsvari skjólstæðinga sem þolað hafa ofbeldi í fjölskyldum, í barnaréttar- og barnaverndarmálum, getur reynst afar dýrmæt í þeirri vinnu sifjalaganefndar sem er fyrir höndum. Hunsun yfirvalda á ofbeldi í nánum samböndum í lagaframkvæmd barnalaga um forsjár- og umgengnismál hefur leitt til þess að börnum er stefnt í alvarlega ofbeldishættu, jafnvel lífshættu. Gagnrýni samtakanna Líf án ofbeldis síðustu árin hefur meðal annars beinst að greinilegu ósamræmi barnalaga við framkvæmd þeirra í úrskurðum, sem er bæði í andstöðu við yfirlýst sjálfstæð réttindi barna og réttindi þolenda heimilisofbeldis til friðhelgi og verndar frá ofbeldi. Þá er þörf á að árétta vegna umræðu í samfélaginu, að skilgreiningar samtakanna á kynbundnu ofbeldi, markmið og kröfur samtakanna eru ekki á neinn hátt róttækari en ákvæði og sjónarmið Istanbúlsamningsins sem Ísland fullgilti þann 26. apríl árið 2018. Nú við upphaf heildarendurskoðunar barnalaga telja samtökin brýnt að benda á greinilegar brotalamir eins og þær birtast í niðurstöðum úrskurða í málum þolenda heimilisofbeldis og málum barna þeirra: Úrskurðaraðilar og framkvæmdaraðilar fylgja ekki lögum í samræmi við réttindi barna. Grundvallar réttindi kvenna og barna til friðhelgi og lífs án ofbeldis eru ekki virt í núverandi lagaframkvæmd. Persóna þolenda ofbeldis og frásagnir þeirra af ofbeldi í fjölskyldum er kerfisbundið tortryggð, hvort sem um er að ræða börn eða konur, á meðan hamrað er á rétti geranda ofbeldis gagnvart þolendum sínum og málstað hans veitt sérstakt lögmæti með lagaframkvæmdinni. Hunsun yfirvalda á ofbeldi í nánum samböndum í forsjár- og umgengnismálum hefur leitt til þess að börnum er stefnt í alvarlega ofbeldishættu, jafnvel lífshættu. Ekkert af þessu teljum við viðunandi en það er til marks um að veruleg þörf sé á að styrkja rétt barna í lagafyrirmælum barnalaga og að nauðsynlegt sé að kveða skýrt á um vægi áhrifa heimilisofbeldis og kynferðisbrota gegn barninu og/eða nákomnum á hagsmuni barns, í sömu lögum. Þær gagnrýnisraddir innan úr stjórnkerfinu og frá áhrifafólki í samfélaginu um að samtökin Líf án ofbeldis tali fyrir andlýðræðislegri aðferðafræði hnefaréttar eða séu í einhverslags aðför gegn réttarríkinu eru tilhæfulausar. Það er vandséð hver tilgangurinn er með því að fordæma réttmæt mótmæli fólks í málum þar sem menn segjast sjálfir engin deili þekkja á málavöxtum. Starfandi formaður Lögmannafélags Íslands mætti í það minnsta mögulega þiggja eigin ráð, að láta dómstóla um að útkljá málin fyrir dómstólum, frekar en í krafti stöðu sinnar á „vegslóða“ í dagblaði fyrir hönd rúmlega þúsund félagsmanna, að þeim forspurðum. Mótmæli gegn hvers kyns ranglæti eiga sér raunar djúpar rætur í þróun lýðræðis á Íslandi, „vér mótmælum allir“ er ekki bara góður frasi í auglýsingu. Það er gömul saga og ný, að lög og réttur fara saman við réttarvitund borgaranna. Einn helsti mælikvarði á heilbrigt lýðræði er einmitt rými hins almenna borgara til að láta í sér heyra. Sjálfstæði Íslands væri vart til staðar ef ekki væri fyrir heilbrigð mótmæli borgaranna. Samræming laga og framkvæmdar þeirra fyrir dómstólum og í stjórnsýslu getur skipt sköpum ef réttarkerfið á að virka eins og því er ætlað, innan íslenskrar lögsögu. Líka fyrir konur og börn sem þolað hafa ofbeldi af hendi nákomins geranda. Við teljum enn fremur að þau sjónarmið sem heyrst hafa úr stjórnsýslunni, um að opinber gagnrýni Lífs án ofbeldis á lagaframkvæmd barnalaga, ýti undir vantraust þolenda ofbeldis til stjórnkerfisins, séu heldur ekki á rökum reist. Þvert á móti teljum við endurtekin dæmi um ósamræmi á milli löggjafarinnar og framkvæmdar hennar og hvernig áhersla á rétt barna í barnalögum til verndar frá ofbeldi í víðtækum skilningi, hefur ekki skilað sér í lagaframkvæmdina, vera til marks um að verulega þurfi að skerpa á lögunum til að tryggja að þeim sé framfylgt. Lagaframkvæmd sem vinnur í reynd gegn markmiðum laga getur heldur aldrei verið tilgangurinn með lagasetningu. Til að undirstrika það rækilega bendum við á eftirfarandi: Samræmi og sanngirni: Þegar lög og framkvæmd þeirra eru í takti, tryggir það samræmi í því hvernig lög eru túlkuð, þeim er beitt og framfylgt. Þetta samræmi löggjafar og framkvæmdar er grunnstoð sanngirni í réttarfari. Ef það er ósamræmi milli lagasetningar og stjórnsýslu þeirra laga getur það leitt til geðþóttaákvarðana, ívilnunar eða óréttlátrar málsmeðferðar, sem síðan grefur undan trausti borgaranna á réttarkerfinu. Skýrleiki og fyrirsjáanleiki: Lagframkvæmd sem er samræmd við lagaramma sem hún hvílir á, veitir borgurum og starfandi lögfræðingum skýrleika gagnvart lögum. Það gerir þessum aðilum kleift að spá fyrir um líklega niðurstöðu lagalegra aðgerða, sem síðan gerir það auðveldara að fylgja settum lögum. Þegar lögum er beitt eins og til er ætlast dregur það úr óvissu og tvískinnungi og ýtir undir upplifun um stöðugleika og fyrirsjáanleika innan samfélagsins. Að varðveita réttarríkið: Meginregla réttarríkis felur í sér að allir þurfa að lúta lögum, líka þeir sem fara með sérstakt vald til að beita lögunum. Þegar samræmi er gott á milli löggjafar og framkvæmdar hennar, styrkir það þessa meginreglu með því að tryggja að jafnvel yfirvöld fari að settum lagareglum og verklagsreglum. Það kemur í veg fyrir misbeitingu valds og viðheldur heilbrigðu eftirliti og jafnvægi innan réttarkerfisins. Skilvirkt réttlæti: Í vel samræmdu réttarkerfi er réttarferlið straumlínulagað. Þegar lög eru nákvæmlega útfærð og framfylgt eftir því, dregur það úr frekari málaferlum, dregur úr líkum á frekari lagadeilum og flýtir fyrir úrlausn ágreiningsmála. Þessi skilvirkni er nauðsynleg til að viðhalda trausti almennings á getu réttarkerfisins til að koma á réttlæti með viðunandi málshraða. Trúverðugleiki og traust almennings: Samræmi á milli löggjafar og stjórnsýslu laga stuðlar að trúverðugleika stjórnvalda í augum almennings og eykur traust á réttarkerfinu. Fólk er líklegra til að fara að lögum og reglum þegar það trúir á sanngirni og samkvæma virkni kerfisins. Á hinn bóginn er rof á milli tilgangs lagasetningar og stjórnsýslu hennar til þess fallið að rýra traust almennings til lagakerfisins, leiða til óvildar og skorts á virðingu fyrir lagasetningunni. Í meginatriðum þá er samræmi milli lagasetningar og framkvæmdar hennar grundvallaratriði til að viðhalda meginreglu um réttlæti, sanngirni og jafnræði borgaranna frammi fyrir lögum. Það tryggir að lög séu ekki bara orð á blaði heldur séu í reynd innleidd og þeim framfylgt til að þjóna hagsmunum samfélagsins. Alþjóðasamfélagið telur endurtekið mynstur í réttarákvörðun þjóðríkja um forsjá og umgengni vera áhyggjuefni,þar sem ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki gefið nauðsynlegt vægi. Áréttað hefur verið við aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að halda þurfi fast í meginreglu um bestu hagsmuni barnsins en einnig að verulega þurfi að rétta hlut kvenna í forsjár- og umgengnismálum sem oftar en ekki er mætt með vantrausti þegar þær greina frá ofbeldi. Þá er það gagnrýnt að þrátt fyrir sögu föður um ofbeldi gegn móður og þar með aukna ofbeldishættu fyrir barn, sé ofbeldissögu sjaldnast gefið vægi í réttarákvörðun aðildarríkja um umgengni og forsjá barna. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með innleiðingu ákvæða Istanbúlsamningsins (GREVIO) lýsir óviðunandi ástandi í forsjár- og umgengnismálum þar sem heimilisofbeldi eða ofbeldi gegn börnum kemur við sögu. Skýrsla nefndarinnar um Ísland sem birt var í nóvember 2022 er í reynd áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum þar sem þungum áhyggjum er lýst af meðferð sýslumanna, dómstóla og barnaverndaryfirvalda á málum þolenda heimilis- og kynferðisofbeldis, hvað varðar forsjá og umgengni barna við foreldra sína. Ef það er raunverulega svo, að stjórnvöld telji vantraust til kerfisins vera vaxandi vandamál, ættu þau ef til vill að taka til greina hina háværu gagnrýni á málavinnslu og lagaframkvæmd í málum þolenda ofbeldis á Íslandi. Tækifæri stjórnvalda til að líta í eigin barm í stað þess að áfellast þau sem mótmæla, er núna. Höfundur er talskona og fráfarandi stjórnarkona Lífs án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Samtökin Líf án ofbeldis fagna fyrirhuguðum áformum um að taka til heildarendurskoðunar barnalög nr.76/2003, en dómsmálaráðuneytið hefur skipað þriggja manna sifjalaganefnd sem þegar hefur tekið til starfa. Frá stofnun samtakanna árið 2019 hafa þau kallað eftir því að yfirvöld ráðist í allsherjar endurskoðun á lagaumhverfi forsjár- og umgengnismála til að tryggja að börn fái að njóta verndar gegn ofbeldi. Fjöldi fjölskyldna lifir nú í algjöru vantrausti gagnvart lagakerfinu sem á að vernda þær og börnin þeirra. Um er að ræða kerfisbundið ofbeldi gegn konum sem á meðal annars rætur sínar að rekja til rótgróinna fordóma gegn þeim, þolendum ofbeldis og valdastrúktúr þar sem karlar njóta forréttinda. Lagakerfið viðheldur tortryggni í garð þeirra kvenna sem hafa þolað ofbeldi. Þetta viðbragð sem hlutaðeigandi íslensk stjórnvöld hafa tamið sér, að stilla til friðar um mál barna með því að hemja konur með valdbeitingu, samtímis því að veita málstað geranda ofbeldis lögmæti, festir enn frekar í sessi yfirráða hyggju og húsbóndavald karla sem beita ofbeldi. Viðbragðið við frásögn þolenda ofbeldis er ekki komið til þrátt fyrir framfarir Íslands á sviði kynjajafnréttis, heldur er betur lýst sem bakslagi eða viðnámi íhaldsamra afla í samfélaginu, vegna vaxandi réttinda og mannfrelsis kvenna á Íslandi síðustu áratugina. Tölfræði sem upplýsir um tíðni ofbeldis gegn konum hér á landi er ekki ábótavant í sjálfu sér en hún sýnir augljósan djúpstæðan vanda í kerfinu okkar, illkynja viðhorf til kvenna og barna sem segja frá ofbeldinu hefur sest þar að. Við lítum á það sem forgangsmál sifjalaganefndar í fyrirhugaðri heildarendurskoðun barnalaga að sjá til þess að íslensk lög, um réttindi barna til verndar frá ofbeldi og rétt þeirra til að hafa skoðun á sínum lífsaðstæðum, séu ekki þannig gerð að þau vinni gegn markmiðum sínum og tilgangi. Líf án ofbeldis álítur það enn fremur grundvallarforsendu þess að stjórnvöldum takist að efna skuldbindingar sínar við þolendur ofbeldis í fjölskyldum í samræmi við stjórnarskrá, stjórnarskrárvarinn rétt barna til verndar í lögum og alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist, gagnvart börnum og þolendum kynbundins ofbeldis, að lagafyrirmæli, reglugerðir og verkferlar sem úrskurðaraðilar starfa eftir séu skilgreindir með hagsmuni og vernd brotaþola heimilisofbeldis að leiðarljósi og taki réttmætt mið af reynslu þolenda heimilisofbeldis af beitingu gildandi barnalaga. Þá er bent á að reynsla lögmanna af fyrirsvari skjólstæðinga sem þolað hafa ofbeldi í fjölskyldum, í barnaréttar- og barnaverndarmálum, getur reynst afar dýrmæt í þeirri vinnu sifjalaganefndar sem er fyrir höndum. Hunsun yfirvalda á ofbeldi í nánum samböndum í lagaframkvæmd barnalaga um forsjár- og umgengnismál hefur leitt til þess að börnum er stefnt í alvarlega ofbeldishættu, jafnvel lífshættu. Gagnrýni samtakanna Líf án ofbeldis síðustu árin hefur meðal annars beinst að greinilegu ósamræmi barnalaga við framkvæmd þeirra í úrskurðum, sem er bæði í andstöðu við yfirlýst sjálfstæð réttindi barna og réttindi þolenda heimilisofbeldis til friðhelgi og verndar frá ofbeldi. Þá er þörf á að árétta vegna umræðu í samfélaginu, að skilgreiningar samtakanna á kynbundnu ofbeldi, markmið og kröfur samtakanna eru ekki á neinn hátt róttækari en ákvæði og sjónarmið Istanbúlsamningsins sem Ísland fullgilti þann 26. apríl árið 2018. Nú við upphaf heildarendurskoðunar barnalaga telja samtökin brýnt að benda á greinilegar brotalamir eins og þær birtast í niðurstöðum úrskurða í málum þolenda heimilisofbeldis og málum barna þeirra: Úrskurðaraðilar og framkvæmdaraðilar fylgja ekki lögum í samræmi við réttindi barna. Grundvallar réttindi kvenna og barna til friðhelgi og lífs án ofbeldis eru ekki virt í núverandi lagaframkvæmd. Persóna þolenda ofbeldis og frásagnir þeirra af ofbeldi í fjölskyldum er kerfisbundið tortryggð, hvort sem um er að ræða börn eða konur, á meðan hamrað er á rétti geranda ofbeldis gagnvart þolendum sínum og málstað hans veitt sérstakt lögmæti með lagaframkvæmdinni. Hunsun yfirvalda á ofbeldi í nánum samböndum í forsjár- og umgengnismálum hefur leitt til þess að börnum er stefnt í alvarlega ofbeldishættu, jafnvel lífshættu. Ekkert af þessu teljum við viðunandi en það er til marks um að veruleg þörf sé á að styrkja rétt barna í lagafyrirmælum barnalaga og að nauðsynlegt sé að kveða skýrt á um vægi áhrifa heimilisofbeldis og kynferðisbrota gegn barninu og/eða nákomnum á hagsmuni barns, í sömu lögum. Þær gagnrýnisraddir innan úr stjórnkerfinu og frá áhrifafólki í samfélaginu um að samtökin Líf án ofbeldis tali fyrir andlýðræðislegri aðferðafræði hnefaréttar eða séu í einhverslags aðför gegn réttarríkinu eru tilhæfulausar. Það er vandséð hver tilgangurinn er með því að fordæma réttmæt mótmæli fólks í málum þar sem menn segjast sjálfir engin deili þekkja á málavöxtum. Starfandi formaður Lögmannafélags Íslands mætti í það minnsta mögulega þiggja eigin ráð, að láta dómstóla um að útkljá málin fyrir dómstólum, frekar en í krafti stöðu sinnar á „vegslóða“ í dagblaði fyrir hönd rúmlega þúsund félagsmanna, að þeim forspurðum. Mótmæli gegn hvers kyns ranglæti eiga sér raunar djúpar rætur í þróun lýðræðis á Íslandi, „vér mótmælum allir“ er ekki bara góður frasi í auglýsingu. Það er gömul saga og ný, að lög og réttur fara saman við réttarvitund borgaranna. Einn helsti mælikvarði á heilbrigt lýðræði er einmitt rými hins almenna borgara til að láta í sér heyra. Sjálfstæði Íslands væri vart til staðar ef ekki væri fyrir heilbrigð mótmæli borgaranna. Samræming laga og framkvæmdar þeirra fyrir dómstólum og í stjórnsýslu getur skipt sköpum ef réttarkerfið á að virka eins og því er ætlað, innan íslenskrar lögsögu. Líka fyrir konur og börn sem þolað hafa ofbeldi af hendi nákomins geranda. Við teljum enn fremur að þau sjónarmið sem heyrst hafa úr stjórnsýslunni, um að opinber gagnrýni Lífs án ofbeldis á lagaframkvæmd barnalaga, ýti undir vantraust þolenda ofbeldis til stjórnkerfisins, séu heldur ekki á rökum reist. Þvert á móti teljum við endurtekin dæmi um ósamræmi á milli löggjafarinnar og framkvæmdar hennar og hvernig áhersla á rétt barna í barnalögum til verndar frá ofbeldi í víðtækum skilningi, hefur ekki skilað sér í lagaframkvæmdina, vera til marks um að verulega þurfi að skerpa á lögunum til að tryggja að þeim sé framfylgt. Lagaframkvæmd sem vinnur í reynd gegn markmiðum laga getur heldur aldrei verið tilgangurinn með lagasetningu. Til að undirstrika það rækilega bendum við á eftirfarandi: Samræmi og sanngirni: Þegar lög og framkvæmd þeirra eru í takti, tryggir það samræmi í því hvernig lög eru túlkuð, þeim er beitt og framfylgt. Þetta samræmi löggjafar og framkvæmdar er grunnstoð sanngirni í réttarfari. Ef það er ósamræmi milli lagasetningar og stjórnsýslu þeirra laga getur það leitt til geðþóttaákvarðana, ívilnunar eða óréttlátrar málsmeðferðar, sem síðan grefur undan trausti borgaranna á réttarkerfinu. Skýrleiki og fyrirsjáanleiki: Lagframkvæmd sem er samræmd við lagaramma sem hún hvílir á, veitir borgurum og starfandi lögfræðingum skýrleika gagnvart lögum. Það gerir þessum aðilum kleift að spá fyrir um líklega niðurstöðu lagalegra aðgerða, sem síðan gerir það auðveldara að fylgja settum lögum. Þegar lögum er beitt eins og til er ætlast dregur það úr óvissu og tvískinnungi og ýtir undir upplifun um stöðugleika og fyrirsjáanleika innan samfélagsins. Að varðveita réttarríkið: Meginregla réttarríkis felur í sér að allir þurfa að lúta lögum, líka þeir sem fara með sérstakt vald til að beita lögunum. Þegar samræmi er gott á milli löggjafar og framkvæmdar hennar, styrkir það þessa meginreglu með því að tryggja að jafnvel yfirvöld fari að settum lagareglum og verklagsreglum. Það kemur í veg fyrir misbeitingu valds og viðheldur heilbrigðu eftirliti og jafnvægi innan réttarkerfisins. Skilvirkt réttlæti: Í vel samræmdu réttarkerfi er réttarferlið straumlínulagað. Þegar lög eru nákvæmlega útfærð og framfylgt eftir því, dregur það úr frekari málaferlum, dregur úr líkum á frekari lagadeilum og flýtir fyrir úrlausn ágreiningsmála. Þessi skilvirkni er nauðsynleg til að viðhalda trausti almennings á getu réttarkerfisins til að koma á réttlæti með viðunandi málshraða. Trúverðugleiki og traust almennings: Samræmi á milli löggjafar og stjórnsýslu laga stuðlar að trúverðugleika stjórnvalda í augum almennings og eykur traust á réttarkerfinu. Fólk er líklegra til að fara að lögum og reglum þegar það trúir á sanngirni og samkvæma virkni kerfisins. Á hinn bóginn er rof á milli tilgangs lagasetningar og stjórnsýslu hennar til þess fallið að rýra traust almennings til lagakerfisins, leiða til óvildar og skorts á virðingu fyrir lagasetningunni. Í meginatriðum þá er samræmi milli lagasetningar og framkvæmdar hennar grundvallaratriði til að viðhalda meginreglu um réttlæti, sanngirni og jafnræði borgaranna frammi fyrir lögum. Það tryggir að lög séu ekki bara orð á blaði heldur séu í reynd innleidd og þeim framfylgt til að þjóna hagsmunum samfélagsins. Alþjóðasamfélagið telur endurtekið mynstur í réttarákvörðun þjóðríkja um forsjá og umgengni vera áhyggjuefni,þar sem ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki gefið nauðsynlegt vægi. Áréttað hefur verið við aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að halda þurfi fast í meginreglu um bestu hagsmuni barnsins en einnig að verulega þurfi að rétta hlut kvenna í forsjár- og umgengnismálum sem oftar en ekki er mætt með vantrausti þegar þær greina frá ofbeldi. Þá er það gagnrýnt að þrátt fyrir sögu föður um ofbeldi gegn móður og þar með aukna ofbeldishættu fyrir barn, sé ofbeldissögu sjaldnast gefið vægi í réttarákvörðun aðildarríkja um umgengni og forsjá barna. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með innleiðingu ákvæða Istanbúlsamningsins (GREVIO) lýsir óviðunandi ástandi í forsjár- og umgengnismálum þar sem heimilisofbeldi eða ofbeldi gegn börnum kemur við sögu. Skýrsla nefndarinnar um Ísland sem birt var í nóvember 2022 er í reynd áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum þar sem þungum áhyggjum er lýst af meðferð sýslumanna, dómstóla og barnaverndaryfirvalda á málum þolenda heimilis- og kynferðisofbeldis, hvað varðar forsjá og umgengni barna við foreldra sína. Ef það er raunverulega svo, að stjórnvöld telji vantraust til kerfisins vera vaxandi vandamál, ættu þau ef til vill að taka til greina hina háværu gagnrýni á málavinnslu og lagaframkvæmd í málum þolenda ofbeldis á Íslandi. Tækifæri stjórnvalda til að líta í eigin barm í stað þess að áfellast þau sem mótmæla, er núna. Höfundur er talskona og fráfarandi stjórnarkona Lífs án ofbeldis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun