Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 17:29 Elvar segir fátt jafnast á við það að vera með íslenska landsliðinu á stórmóti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti