Porto áfram og Atletico tryggði sér efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 22:31 Pepe skoraði í kvöld. Vísir/Getty Porto tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir sigur á Shaktar Donetsk í markaleik. Þá tryggði Atletico Madrid sér efsta sætið í E-riðli. Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira