Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 06:36 Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49