Um er að ræða 106,6 fermetra íbúð á þriðju hæð í húsi sem var byggt árið 1967.


Parið hefur búið sér afar notalegt heimili þar sem má sjá hina fullkomnu blöndu af nýjum og gömlum húsgögnum. Í eldhúsi er notalegur borðkrókur með stórum og glugga. Innréttingin er úr við með góðu skápaplássi og stein á borðum.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými, þaðan er útgengt á svalir. Fallegir munir prýða rýmið, þar á meðal Hansa-hillur, hannaðar af danska hönnuðinum Poul Cadovius í kringum árið 1952 og Flower-Pot lampa, danska hönnun frá árinu 1968.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, eitt baðherbergi og geymsla.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.



