Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH - Valur 32-28 | FH styrkti stöðu sína á toppnum Andri Már Eggertsson skrifar 14. desember 2023 21:40 Heimamenn fögnuðu sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz FH vann nokkuð öruggan sigur gegn Val 32-28 í toppslag Olís-deildarinnar. Heimamenn náðu yfirhöndinni í upphafi leiks og voru með leikinn í hendi sér nánast frá upphafi til enda. Það var mikill hraði í leiknum til að byrja með og bæði lið keyrðu í hvert sinn sem tækifæri gafst. Tjörvi Týr Gíslason, leikmaður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 8 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa gert fyrsta markið í leiknum fór að halla undan fæti í sóknarleik gestanna. Tjörvi skoraði annað mark Vals þegar tæplega átta mínútur voru liðnar. FH komst í þriggja marka forystu 5-2. Um miðjan fyrri hálfleik komst FH fimm mörkum yfir. Skammarverðlaun kvöldsins fær Ísak Gústafsson fyrir ömurlega vippu. Ísak fékk dauðafæri í stöðunni 7-3 þegar ekkert var að ganga hjá Val og reyndi hörmulega vippu sem Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, var í engum vandræðum með. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór Valur að spila betur. Björgvin Páll Gústavsson fór að verja meira í markinu og sóknarleikurinn varð betri. Staðan í hálfleik var 16-13. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri með marki frá Tjörva. Valsarar fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir voru að klikka á dauðafærum ásamt því að taka slæmar ákvarðanir og FH gekk á lagið. Einar Bragi Aðalsteinsson í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar að tæplega sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru heimamenn komnir sex mörkum yfir og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Valur fór að sækja í sig veðrið eftir því sem leið á síðari hálfleik og saxaði forskot FH-inga niður í þrjú mörk. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé í stöðunni 26-23 en heimamenn voru í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli. FH endaði leikinn afar vel og vann að lokum 32-28. FH-ingar fögnuðu sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann FH? Heimamenn tóku frumkvæðið snemma og litu aldrei um öxl. Valur byrjaði síðari hálfleik ágætlega og minnkaði forskot FH niður í tvö mörk. En þá skoruðu heimamenn fimm mörk gegn aðeins einu marki og gerðu út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Þessi sigur FH-inga var skólabókardæmi um liðssigur þar sem margir lögðu sitt af mörkum. Alls komust tíu leikmenn á blað hjá FH. Aron Pálmarsson var öflugur í liði FH með sex mörk. Aron var einnig allt í öllu varnarlega og stal fjórum boltum. Hvað gekk illa? Valur byrjaði leikinn afar illa. Gestirnir gerðu aðeins þrjú mörk á fyrstu fjórtán mínútunum og náðu aldrei að gera þetta að jöfnum leik eftir það. Hvað gerist næst? Á mánudaginn mætast Afturelding og Valur klukkan 19:30. Þetta var síðasti leikur FH fyrir landsleikjahléið. Föstudaginn 2. febrúar mætast Víkingur og FH í Safamýrinni. „Mér leið vel allan leikinn“ FH - Valur Olís deild karla vetur 2023Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við misstum þá í 5-6 mörk sem var erfitt. Þeir eru örlítið betri en við í dag og við lentum í vandræðum með leikkerfi hjá þeim. Síðan breyttum við um vörn og fórum að narta í þá en náðu ekki alveg að tengja þetta allt saman og gera leik úr þessu,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. Óskar Bjarni var ekki ánægður með hvernig Valur byrjaði leikinn en hrósaði liðinu eftir því sem leið á fyrri hálfleik. „Það var smá spenna þarna í byrjun og við fórum með tvö góð færi. Í fyrri hálfleik vorum við með óvenju marga tæknifeila. Sóknarlega náðum ekki að slíta þá nógu mikið í sundur en samt skoruðum við 28 mörk.“ „Mér leið vel í hálfleik og mér leið vel allan leikinn. Leikurinn gegn þeim á okkar heimavelli var svona. Þú getur alveg unnið þrátt fyrir að vera nokkrum mörkum undir en við náðum ekki að klára þá.“ Óskar fór yfir stöðuna á þeim sem voru fjarverandi. Í kvöld vantaði Aron Dag Pálsson, Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hoster. „Það væri betra að hvíla bæði Róbert og Magnús Óla í næsta leik á mánudaginn en Róbert gæti kannski komið inn en hann er meiddur í nára. Aron Dagur mun spila næsta leik en hann var að eignast barn og gat ekki verið með í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson að lokum. Olís-deild karla FH Valur
FH vann nokkuð öruggan sigur gegn Val 32-28 í toppslag Olís-deildarinnar. Heimamenn náðu yfirhöndinni í upphafi leiks og voru með leikinn í hendi sér nánast frá upphafi til enda. Það var mikill hraði í leiknum til að byrja með og bæði lið keyrðu í hvert sinn sem tækifæri gafst. Tjörvi Týr Gíslason, leikmaður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 8 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa gert fyrsta markið í leiknum fór að halla undan fæti í sóknarleik gestanna. Tjörvi skoraði annað mark Vals þegar tæplega átta mínútur voru liðnar. FH komst í þriggja marka forystu 5-2. Um miðjan fyrri hálfleik komst FH fimm mörkum yfir. Skammarverðlaun kvöldsins fær Ísak Gústafsson fyrir ömurlega vippu. Ísak fékk dauðafæri í stöðunni 7-3 þegar ekkert var að ganga hjá Val og reyndi hörmulega vippu sem Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, var í engum vandræðum með. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór Valur að spila betur. Björgvin Páll Gústavsson fór að verja meira í markinu og sóknarleikurinn varð betri. Staðan í hálfleik var 16-13. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri með marki frá Tjörva. Valsarar fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir voru að klikka á dauðafærum ásamt því að taka slæmar ákvarðanir og FH gekk á lagið. Einar Bragi Aðalsteinsson í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar að tæplega sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru heimamenn komnir sex mörkum yfir og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Valur fór að sækja í sig veðrið eftir því sem leið á síðari hálfleik og saxaði forskot FH-inga niður í þrjú mörk. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé í stöðunni 26-23 en heimamenn voru í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Björgvini Páli. FH endaði leikinn afar vel og vann að lokum 32-28. FH-ingar fögnuðu sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann FH? Heimamenn tóku frumkvæðið snemma og litu aldrei um öxl. Valur byrjaði síðari hálfleik ágætlega og minnkaði forskot FH niður í tvö mörk. En þá skoruðu heimamenn fimm mörk gegn aðeins einu marki og gerðu út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Þessi sigur FH-inga var skólabókardæmi um liðssigur þar sem margir lögðu sitt af mörkum. Alls komust tíu leikmenn á blað hjá FH. Aron Pálmarsson var öflugur í liði FH með sex mörk. Aron var einnig allt í öllu varnarlega og stal fjórum boltum. Hvað gekk illa? Valur byrjaði leikinn afar illa. Gestirnir gerðu aðeins þrjú mörk á fyrstu fjórtán mínútunum og náðu aldrei að gera þetta að jöfnum leik eftir það. Hvað gerist næst? Á mánudaginn mætast Afturelding og Valur klukkan 19:30. Þetta var síðasti leikur FH fyrir landsleikjahléið. Föstudaginn 2. febrúar mætast Víkingur og FH í Safamýrinni. „Mér leið vel allan leikinn“ FH - Valur Olís deild karla vetur 2023Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við misstum þá í 5-6 mörk sem var erfitt. Þeir eru örlítið betri en við í dag og við lentum í vandræðum með leikkerfi hjá þeim. Síðan breyttum við um vörn og fórum að narta í þá en náðu ekki alveg að tengja þetta allt saman og gera leik úr þessu,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. Óskar Bjarni var ekki ánægður með hvernig Valur byrjaði leikinn en hrósaði liðinu eftir því sem leið á fyrri hálfleik. „Það var smá spenna þarna í byrjun og við fórum með tvö góð færi. Í fyrri hálfleik vorum við með óvenju marga tæknifeila. Sóknarlega náðum ekki að slíta þá nógu mikið í sundur en samt skoruðum við 28 mörk.“ „Mér leið vel í hálfleik og mér leið vel allan leikinn. Leikurinn gegn þeim á okkar heimavelli var svona. Þú getur alveg unnið þrátt fyrir að vera nokkrum mörkum undir en við náðum ekki að klára þá.“ Óskar fór yfir stöðuna á þeim sem voru fjarverandi. Í kvöld vantaði Aron Dag Pálsson, Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hoster. „Það væri betra að hvíla bæði Róbert og Magnús Óla í næsta leik á mánudaginn en Róbert gæti kannski komið inn en hann er meiddur í nára. Aron Dagur mun spila næsta leik en hann var að eignast barn og gat ekki verið með í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti