42 ára gamall sonur Íslendinga í EM-hópi Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 08:30 Hans Óttar Lindberg er markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Getty/City-Press Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg er á leiðinni á enn eitt stórmótið með danska landsliðinu í handbolta en hann er í EM-hópi Nikolaj Jacobsen sem tilkynntur var í gær. Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira