Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:29 Þórdís Jóna segir að í nýrri stofnun eigi betur að styðja við kennara. Vísir/Arnar Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. „Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42