Hér má heyra lagið:
Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag en Ásgeir og Árný hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í vetur.
„Ásgeir var með einhverja gítarlínu og við prófuðum að semja laglínu ofan á.
Við töluðum smá um viðfangsefni og texta, við erum bæði frá litlum bæjum úti á landi svo við tengdum bæði við það að skilja við heimabæinn sinn og að eiga sterkar minningar þaðan, segir Árný og bætir við að það hafi þá verið hugmyndin á bak við lagið.
Næsta dag var ég komin með texta og við kláruðum lagið. Þetta var ótrúlega fljótt ferli, ég held að þetta hafi bara gerst á réttum stað á réttum tíma.“
Samstarfið gekk mjög vel að sögn Árnýjar.
„Við vinnum í sama stúdíói og erum alltaf að umgangast hvort annað en það var ekki fyrr en núna nýlega sem við byrjuðum að þekkjast betur og vinna saman.“
Aðspurð hvað sé á döfinni hjá þeim í tónlistinni segir hún:
„Við vorum að klára mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu rétt í þessu, ég held að það sem er á plani núna sé bara að komast heim fyrir jól og stíga aðeins niður á jörðina. Svo erum við bæði að vinna í nýjum plötum.“
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: