Óvíst með fund um helgina og næsta verkfall yfirvofandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2023 19:04 Sigríður Margét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara og Arnar Hjálmsson formaður flugumferðarstjóra. Vísir Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira