„Það er aldrei góð hugmynd“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 08:00 Kjartan Henry er spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Stöð 2 Sport Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur. „Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Besta deild karla FH KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira