Gular viðvaranir í boði flugumferðarstjóra Bogi Nils Bogason skrifar 16. desember 2023 22:01 Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun