Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir málið í pattstöðu. Ekki hafi verið boðað til nýs fundar en hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir. Aldís segir málið á sama stað og fyrir helgi, ekkert nýtt væri að frétta af deilunni.
Samkvæmt heimildum fréttastofu bað Aldís deiluaðila um að halda viðræðum utan fjölmiðla á föstudag. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki veita viðtal vegna málsins en staðfesti þó að samtökin muni ekki funda með Félagi flugumferðarstjóra nema verkföllum komandi viku verði aflýst.
Þá afþakkaði Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, einnig viðtal við fréttastofu. Hann segir deiluna á viðkvæmum stað og að ekki hafi enn verið boðað til fundar. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif en til að mynda hefur flugfélagið PLAY ákveðið að fresta sínum flugferðum um sex klukkustundir á morgun, þriðjudag og miðvikudag.
Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.