Fyrsta HM félagsliða með 32 liðum verður sumarið 2025 Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 23:01 Gianni Infantino forseti FIFA á blaðamannafundinum í Sádi Arabíu í dag. Vísir/Getty FIFA hefur staðfest að fyrsta 32-liða heimsmeistaramót félagsliða fari fram sumarið 2025 í Bandaríkjunum. Gagnrýnisraddar eru þegar á lofti vegna aukins álag á leikmenn. Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira