Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Aleksandar Vucic Serbíuforseti fagnaði í gærkvöldi. AP Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan. Serbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan.
Serbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira