Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 12:05 Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson @vikingurfc Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira