Fjárlögin og fólkið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 18. desember 2023 11:31 Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun