Nýliði í hópi Snorra Steins: Valdi Andra, Einar Þorstein og Þorstein Leó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:15 Andri Már Rúnarsson er óvænt í æfingahópi Íslands fyrir EM. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira