Glæsikerran fór beint á sölu Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 15:18 Hafdís vill annan bíl. Vísir Svartur Porsche Cayanne, sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, gaf kærustu sinni Hafdísi Björg Kristjánsdóttur í snemmbúna jólagjöf, er kominn á sölu. Kristján segir Hafdísi einfaldlega langa í annan bíl. Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir. Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir.
Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20
„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11