Innlent

Bláa lónið mann­laust þegar gosið hófst

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónsins.
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Vísir/Arnar

Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld.

Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu.

„Eins og flestir þá erum við að reyna að átta okkur almennilega á staðsetningu þessa goss, en þetta virðist vera á þeim stað þar sem líklegast var talið að myndi gjósa. Við höldum áfram að fylgjast með.

Við erum búin að senda upplýsingar á okkar gesti og starfsfólk okkar um að lónið verði lokað á morgun,“ segir Helga. Hún segir að staðan verði svo betur metin á morgun. 

Bláa lónið opnaði á ný í gær eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur vegna óvissunnar á Reykjanesskaga. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss voru þó áfram lokuð.


Tengdar fréttir

Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk

Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær.  Hún segir starfsmenn hafa æft  rýmingu meðan lónið var lokað.  Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×