Þegar fólk verður fráflæðisvandi Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun