Innlent

Norður­landa­búar gera ráð fyrir brenni­steins­mengun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Veðurfræðistofnanir Norðurlandanna vara við að brennisteinsmengun berist yfir Norðursjó í dag.
Veðurfræðistofnanir Norðurlandanna vara við að brennisteinsmengun berist yfir Norðursjó í dag. Vísir/Vilhelm

Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun.

Lasse Rydqvist veðurfræðingur hjá sænsku veðurfræðistofnuninni Klart segir  í samtali við Aftonbladet að mengun gæti jafnvel borist til Svíþjóðar.

Veðurfræðingur frá norsku veðurstofunni segir að íbúar suðvesturstrandar Noregs komi til með að finna brennisteinslyktina í nótt en að ekki sé um hættulegt magn að ræða.

„Á morgun gætum við mælt örlítið hærra magn af því,“ segir Lasse en tekur fram að það verði ekki neitt gríðarlega hátt magn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×