Þögn landlæknis um stöðu Origo Ólafur Stephensen skrifar 19. desember 2023 12:00 Tækifæri til að nýta heilbrigðistæknilausnir í íslenzka heilbrigðiskerfinu eru mikil. Alls konar hug- og vélbúnaður getur stuðlað að því að bæta umönnun og líðan sjúklinga, bæta utanumhald gagna og lækka kostnað, sem ekki er vanþörf á, um leið og þjóðin eldist og umfang heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. Um tækifærin var m.a. fjallað í Kastljósi RÚV í lok nóvember, en þar var jafnframt greint frá því að nýsköpunarfyrirtækjum í heilbrigðistækni og lífvísindum þætti oft erfitt að vinna með hinu opinbera. Forstjóri Rannís lýsti áhyggjum af því að nýjar lausnir á þessu sviði væru fremur til útflutnings en til notkunar í íslenzka heilbrigðiskerfinu. Félag atvinnurekenda hefur látið sig varða anga þessa máls, sem er staða Origo hf. á heilbrigðistæknimarkaðnum. Kærunefnd útboðsmála mat það svo fyrir tæpum tveimur árum að kaup Embættis landlæknis á þróun sjúkraskrárkerfisins Sögu, hugbúnaðarkerfanna Heklu og Heilsuveru, sem og fjarfundarbúnaðar til notkunar á heilbrigðissviði, af Origo væru ólögmæt. Kaupin fóru fram án lögbundins útboðsferlis þrátt fyrir að vera langt umfram viðmiðunarfjárhæðir. Í úrskurði nefndarinnar kom einnig fram að kerfin væru eign Origo, en ekki Embættis landlæknis. Nefndin sektaði landlæknisembættið um níu milljónir króna vegna málsins. Landlæknir vildi ekki una úrskurðinum og málið er því nú til meðferðar hjá dómstólum. Heilbrigðistæknifyrirtæki neyðast til að leita til Origo ... Staða Origo hf. gagnvart embætti Landlæknis og kerfunum, sem eru notuð í heilbrigðisþjónustu hins opinbera, skiptir máli fyrir samkeppnisstöðu fjölda minni keppinauta fyrirtækisins, sem þróa og selja heilbrigðistæknilausnir. Origo þróar og þjónustar hugbúnaðarkerfið Heklu sem notað er af öllum opinberum stofnunum innan heilbrigðiskerfisins. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í heilbrigðistæknilausnum og bjóða bæði hugbúnað og vélbúnað á því sviði eru í þeirri stöðu að vilji þau bjóða þjónustu sem þarf að tengjast kerfinu verða þau að leita til Origo, sem samþykkir tenginguna og rukkar fyrirtækin fyrir vinnu við hana. Teljist Origo eigandi kerfanna er það augljós aðgangshindrun fyrir önnur einkafyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaðnum. ... sem bætir duglega í samkeppnina við þau Á sama tíma er Origo hf. í mikilli sókn á heilbrigðistæknimarkaði og hefur t.a.m. nýverið kynnt vélbúnað sem fyrirtækið ætlar að tengja inn í kerfið. Þessi starfsemi Origo er í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaði. Þá tilkynnti fyrirtækið á dögunum að heilbrigðislausnir Origo yrðu að sjálfstæðu félagi undir heitinu Helix, en það er þáttur í aukinni áherslu Origo á heilbrigðisgeirann. Innan vébanda FA eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í heilbrigðistæknilausnum og bjóða upp á bæði vélbúnað og hugbúnað á því sviði en slíkar lausnir munu spila stórt hlutverki í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Heilbrigðistæknilausnirnar krefjast tengingar við Heklu heilbrigðiskerfi. Origo hf. er því í þeirri stöðu að samþykkja hverjir tengjast kerfinu og rukka fyrir vinnu sem þarf til að tilteknar tæknilausnir geti tengst kerfinu. Keppinautar Origo, sem vilja tengjast kerfinu, neyðast til að afhenda fyrirtækinu ýmsar viðkvæmar samkeppnisupplýsingar. Staðan spillir fyrir nýsköpun og þróun Fyrirtækin óttast að þau muni ekki sitja við sama borð og Origo hf. þegar kemur að tengingu nýrra heilbrigðistæknilausna sökum stöðu Origo sem þjónustuaðila Heklu hugbúnaðarkerfis. Jafnvel geti komið til þess að Origo verði í stöðu til að hafna tengingu tiltekinna lausna við kerfið, en fyrirtækið hafi þá í höndum upplýsingar sem geti gert því kleift að þróa sjálft slíkar lausnir. Ein afleiðing af þessari stöðu er að nýjar lausnir, sem gætu gagnast heilbrigðiskerfinu, eru hreinlega settar á ís í stað þess að þróa þær áfram þar sem fyrirtækin treysta sér ekki til að veita keppinauti sínum viðkvæmar upplýsingar. Það sama á í grundvallaratriðum við um Sögu hugbúnaðarkerfi sem Origo hf. á og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með nytjaleyfissamning á. Fyrirtækið hefur þróað smáforritið Iðunni sem það selur til hjúkrunarheimila en með forritinu getur heilbrigðisstarfsfólk á hjúkrunarheimilum skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma. Upplýsingarnar færast jafnóðum í Sögu hugbúnaðarkerfi. FA óskar svara frá Embætti landlæknis ... Í byrjun nóvember sl. sendi FA Embætti landlæknis erindi og óskaði eftir svörum um eftirfarandi: Hvernig hyggst embættið tryggja að keppinautar Origo hf. sitji við sama borð og fyrirtækið þegar kemur að tengingu nýrra heilbrigðistækniausna við hugbúnaðarkerfið Heklu og hugbúnaðarkerfið Sögu? Hvaða reglur gilda um aðgang að kerfunum, hver tekur ákvarðanir um aðgang og hvað er lagt til grundvallar þeim ákvörðunum? Hvernig er gjaldtöku fyrir vinnu við kerfin vegna aðgangs nýrra heilbrigðistæknilausna háttað? Hvernig er eftirlit haft með því að hún sé gegnsæ og sanngjörn? Hvernig er samningum við Origo hf. háttað vegna hugbúnaðarkerfanna sem hér eru nefnd? Hvenær voru þessir samningar undirritaðir og hvenær renna þeir út? Hver er raunverulegur eigandi umræddra kerfa? Á Embætti landlæknis kóðann og þar með rétt á að slíta samstarfi við Origo hf.? ... sem þegir þunnu hljóði Afrit af þessu erindi voru send á Samkeppniseftirlitið, sem hefur eftirlit með samkeppni á markaði, heilbrigðisráðuneytið, sem Embætti landlæknis heyrir undir, háskóla-, vísinda og nýsköpunarráðuneytið sem hefur nýsköpun á sinni könnu, og fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem heldur utan um opinber innkaup og passar upp á buddu skattgreiðenda. Engin svör hafa borizt frá landlæknisembættinu og var ítrekun á erindinu því send nú í byrjun desember. Henni hefur heldur ekki verið svarað. Að mati Félags atvinnurekenda er nauðsynlegt að tryggja að Origo hf. sitji ekki beggja vegna borðs og að fyrirtækinu verði óheimilt að selja hugbúnaðar- og vélbúnaðarlausnir sem tengjast áðurnefndum kerfum, í samkeppni við önnur heilbrigðistæknifyrirtæki, svo lengi sem fyrirtækið er þjónustuaðili kerfanna. Það er engan veginn boðlegt að Embætti landlæknis svari ekki spurningum um hvernig þessi aðskilnaður skuli tryggður. Þögnin bendir til þess að keppinautar Origo hafi einmitt enga tryggingu fyrir því að ekki sé brotið á rétti þeirra og hagsmunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Samkeppnismál Origo Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Tækifæri til að nýta heilbrigðistæknilausnir í íslenzka heilbrigðiskerfinu eru mikil. Alls konar hug- og vélbúnaður getur stuðlað að því að bæta umönnun og líðan sjúklinga, bæta utanumhald gagna og lækka kostnað, sem ekki er vanþörf á, um leið og þjóðin eldist og umfang heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. Um tækifærin var m.a. fjallað í Kastljósi RÚV í lok nóvember, en þar var jafnframt greint frá því að nýsköpunarfyrirtækjum í heilbrigðistækni og lífvísindum þætti oft erfitt að vinna með hinu opinbera. Forstjóri Rannís lýsti áhyggjum af því að nýjar lausnir á þessu sviði væru fremur til útflutnings en til notkunar í íslenzka heilbrigðiskerfinu. Félag atvinnurekenda hefur látið sig varða anga þessa máls, sem er staða Origo hf. á heilbrigðistæknimarkaðnum. Kærunefnd útboðsmála mat það svo fyrir tæpum tveimur árum að kaup Embættis landlæknis á þróun sjúkraskrárkerfisins Sögu, hugbúnaðarkerfanna Heklu og Heilsuveru, sem og fjarfundarbúnaðar til notkunar á heilbrigðissviði, af Origo væru ólögmæt. Kaupin fóru fram án lögbundins útboðsferlis þrátt fyrir að vera langt umfram viðmiðunarfjárhæðir. Í úrskurði nefndarinnar kom einnig fram að kerfin væru eign Origo, en ekki Embættis landlæknis. Nefndin sektaði landlæknisembættið um níu milljónir króna vegna málsins. Landlæknir vildi ekki una úrskurðinum og málið er því nú til meðferðar hjá dómstólum. Heilbrigðistæknifyrirtæki neyðast til að leita til Origo ... Staða Origo hf. gagnvart embætti Landlæknis og kerfunum, sem eru notuð í heilbrigðisþjónustu hins opinbera, skiptir máli fyrir samkeppnisstöðu fjölda minni keppinauta fyrirtækisins, sem þróa og selja heilbrigðistæknilausnir. Origo þróar og þjónustar hugbúnaðarkerfið Heklu sem notað er af öllum opinberum stofnunum innan heilbrigðiskerfisins. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í heilbrigðistæknilausnum og bjóða bæði hugbúnað og vélbúnað á því sviði eru í þeirri stöðu að vilji þau bjóða þjónustu sem þarf að tengjast kerfinu verða þau að leita til Origo, sem samþykkir tenginguna og rukkar fyrirtækin fyrir vinnu við hana. Teljist Origo eigandi kerfanna er það augljós aðgangshindrun fyrir önnur einkafyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaðnum. ... sem bætir duglega í samkeppnina við þau Á sama tíma er Origo hf. í mikilli sókn á heilbrigðistæknimarkaði og hefur t.a.m. nýverið kynnt vélbúnað sem fyrirtækið ætlar að tengja inn í kerfið. Þessi starfsemi Origo er í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaði. Þá tilkynnti fyrirtækið á dögunum að heilbrigðislausnir Origo yrðu að sjálfstæðu félagi undir heitinu Helix, en það er þáttur í aukinni áherslu Origo á heilbrigðisgeirann. Innan vébanda FA eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í heilbrigðistæknilausnum og bjóða upp á bæði vélbúnað og hugbúnað á því sviði en slíkar lausnir munu spila stórt hlutverki í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Heilbrigðistæknilausnirnar krefjast tengingar við Heklu heilbrigðiskerfi. Origo hf. er því í þeirri stöðu að samþykkja hverjir tengjast kerfinu og rukka fyrir vinnu sem þarf til að tilteknar tæknilausnir geti tengst kerfinu. Keppinautar Origo, sem vilja tengjast kerfinu, neyðast til að afhenda fyrirtækinu ýmsar viðkvæmar samkeppnisupplýsingar. Staðan spillir fyrir nýsköpun og þróun Fyrirtækin óttast að þau muni ekki sitja við sama borð og Origo hf. þegar kemur að tengingu nýrra heilbrigðistæknilausna sökum stöðu Origo sem þjónustuaðila Heklu hugbúnaðarkerfis. Jafnvel geti komið til þess að Origo verði í stöðu til að hafna tengingu tiltekinna lausna við kerfið, en fyrirtækið hafi þá í höndum upplýsingar sem geti gert því kleift að þróa sjálft slíkar lausnir. Ein afleiðing af þessari stöðu er að nýjar lausnir, sem gætu gagnast heilbrigðiskerfinu, eru hreinlega settar á ís í stað þess að þróa þær áfram þar sem fyrirtækin treysta sér ekki til að veita keppinauti sínum viðkvæmar upplýsingar. Það sama á í grundvallaratriðum við um Sögu hugbúnaðarkerfi sem Origo hf. á og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með nytjaleyfissamning á. Fyrirtækið hefur þróað smáforritið Iðunni sem það selur til hjúkrunarheimila en með forritinu getur heilbrigðisstarfsfólk á hjúkrunarheimilum skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma. Upplýsingarnar færast jafnóðum í Sögu hugbúnaðarkerfi. FA óskar svara frá Embætti landlæknis ... Í byrjun nóvember sl. sendi FA Embætti landlæknis erindi og óskaði eftir svörum um eftirfarandi: Hvernig hyggst embættið tryggja að keppinautar Origo hf. sitji við sama borð og fyrirtækið þegar kemur að tengingu nýrra heilbrigðistækniausna við hugbúnaðarkerfið Heklu og hugbúnaðarkerfið Sögu? Hvaða reglur gilda um aðgang að kerfunum, hver tekur ákvarðanir um aðgang og hvað er lagt til grundvallar þeim ákvörðunum? Hvernig er gjaldtöku fyrir vinnu við kerfin vegna aðgangs nýrra heilbrigðistæknilausna háttað? Hvernig er eftirlit haft með því að hún sé gegnsæ og sanngjörn? Hvernig er samningum við Origo hf. háttað vegna hugbúnaðarkerfanna sem hér eru nefnd? Hvenær voru þessir samningar undirritaðir og hvenær renna þeir út? Hver er raunverulegur eigandi umræddra kerfa? Á Embætti landlæknis kóðann og þar með rétt á að slíta samstarfi við Origo hf.? ... sem þegir þunnu hljóði Afrit af þessu erindi voru send á Samkeppniseftirlitið, sem hefur eftirlit með samkeppni á markaði, heilbrigðisráðuneytið, sem Embætti landlæknis heyrir undir, háskóla-, vísinda og nýsköpunarráðuneytið sem hefur nýsköpun á sinni könnu, og fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem heldur utan um opinber innkaup og passar upp á buddu skattgreiðenda. Engin svör hafa borizt frá landlæknisembættinu og var ítrekun á erindinu því send nú í byrjun desember. Henni hefur heldur ekki verið svarað. Að mati Félags atvinnurekenda er nauðsynlegt að tryggja að Origo hf. sitji ekki beggja vegna borðs og að fyrirtækinu verði óheimilt að selja hugbúnaðar- og vélbúnaðarlausnir sem tengjast áðurnefndum kerfum, í samkeppni við önnur heilbrigðistæknifyrirtæki, svo lengi sem fyrirtækið er þjónustuaðili kerfanna. Það er engan veginn boðlegt að Embætti landlæknis svari ekki spurningum um hvernig þessi aðskilnaður skuli tryggður. Þögnin bendir til þess að keppinautar Origo hafi einmitt enga tryggingu fyrir því að ekki sé brotið á rétti þeirra og hagsmunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun