Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 22:02 Tosin Adarabioyo tryggði Fulham sigur í vítaspyrnukeppninni með áttundu spyrnu liðsins. Richard Heathcote/Getty Images Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Sjá meira
Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Sjá meira