Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 08:26 Kirby sagði í gær að enn væri unnið að texta ályktunarinnar. Hún verður mögulega tekin til atkvæðagreiðslu í dag. AP/Andrew Harnik Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira