Margir á vergangi í nístingskulda eftir jarðskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2023 08:48 Rúmlega 207 þúsund heimili eru sögð mjög skemmd og minnst fimmtán þúsund hús eru hrunin alfarið. AP/Ng Han Guan Skjálftinn var 6,2 stig og skall á skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Íbúar Gansu og Qinghai-héraða í norðvesturhluta Kína flúðu heimili sín út í kuldann sem herjar nú á fólk í svæðinu en skjálftinn olli skemmdum á húsum, vegum, orkuinnviðum og olli skriðum og aurskriðum. Svæðið einkennist af miklu fjalllendi og hefur það komið niður á björgunarstarfi. Búið er að bjarga 78 manns úr rústum í Gansu en leitaraðgerðum var hætt í gærkvöldi. Óljóst er hvort enn sé leitað í Qinghai. Reuters segir minnst 131 látinn, 980 slasaða og sextán saknað eftir jarðskjálftann. Björgunarsveitir segja kuldann á svæðinu hættulegur fólki sem er á vergangi. Embættismenn í Gansu segja rúmlega 207 þúsund heimili í héraðinu hafa orðið fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum og þar af hrundu nærri því fimmtán þúsund hús. CGTN, fjölmiðill í eigu yfirvalda í Kína, segir allt að áttatíu prósent húsa í einum bæ í Gansu hafa skemmst í jarðskjálftanum. Enn er hætta á stórum eftirskjálftum svo fólk þorir ekki inn í mikið skemmd hús. Leitað í aurskriðu sem féll eftir jarðskjálfta í Kína.AP/Zhang Long Margir hafa haldið til á opnum svæðum og brennt það sem hægt er til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig leitað í bíla eða tjöld sem send hafa verið á svæðið. Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessu svæði í Kína og Tíbet en árið 2008 dóu nærri því sjötíu þúsund manns í Sichuan-héraði í Vesturhluta Kína. Þá dóu tæplega 2.700 manns í jarðskjálfta í Qinghai árið 2010. Í kjölfar þess að skólar og aðrar byggingar og leiddi það til átaks í að byggja hús sem eiga að standa betur af sér jarðskjálfta. Kína Náttúruhamfarir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Svæðið einkennist af miklu fjalllendi og hefur það komið niður á björgunarstarfi. Búið er að bjarga 78 manns úr rústum í Gansu en leitaraðgerðum var hætt í gærkvöldi. Óljóst er hvort enn sé leitað í Qinghai. Reuters segir minnst 131 látinn, 980 slasaða og sextán saknað eftir jarðskjálftann. Björgunarsveitir segja kuldann á svæðinu hættulegur fólki sem er á vergangi. Embættismenn í Gansu segja rúmlega 207 þúsund heimili í héraðinu hafa orðið fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum og þar af hrundu nærri því fimmtán þúsund hús. CGTN, fjölmiðill í eigu yfirvalda í Kína, segir allt að áttatíu prósent húsa í einum bæ í Gansu hafa skemmst í jarðskjálftanum. Enn er hætta á stórum eftirskjálftum svo fólk þorir ekki inn í mikið skemmd hús. Leitað í aurskriðu sem féll eftir jarðskjálfta í Kína.AP/Zhang Long Margir hafa haldið til á opnum svæðum og brennt það sem hægt er til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig leitað í bíla eða tjöld sem send hafa verið á svæðið. Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessu svæði í Kína og Tíbet en árið 2008 dóu nærri því sjötíu þúsund manns í Sichuan-héraði í Vesturhluta Kína. Þá dóu tæplega 2.700 manns í jarðskjálfta í Qinghai árið 2010. Í kjölfar þess að skólar og aðrar byggingar og leiddi það til átaks í að byggja hús sem eiga að standa betur af sér jarðskjálfta.
Kína Náttúruhamfarir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira