Þjónustutengd fjármögnun í forgang Willum Þór Þórsson skrifar 20. desember 2023 14:30 Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun