Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 16:10 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags. Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins. Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins.
Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24