Alfreð kom á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 17:31 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli. Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen) Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira