Lífið

Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli er nýr spyrill í Gettu betur.
Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli er nýr spyrill í Gettu betur. Vísir/Vilhelm

Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu.

Kristjana mun hverfa til annarra verkefna hjá Ríkisútvarpinu. Það hefur eftir henni að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta.

Hún segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hún hafi sinnt. Eftirmaður hennar, söngvarinn Króli, segir draum sinn vera að rætast. Hann hafi sjálfur keppt í Gettu betur og horft á allar keppnir.


Tengdar fréttir

„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“

Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.