Hver ber sökina? Sighvatur Björgvinsson skrifar 21. desember 2023 21:01 Miklar og stórar umræður fara nú fram um slakan árangur íslenskra ungmenna í Pisa könnunum. Sama umræða og ekki veigaminni hefur farið fram eftir sérhverja könnun af þessu tagi, sem fram hefur farið á liðnum árum. Umræða um hvað gera eigi, hvað gera þurfi og hvaða vankanta þurfi að laga. Engu að síður hefur árangri íslenskra ungmenna hrakað með hverri og einni könnun. Erum nú langt á eftir þjóðum, sem við viljum allra helst bera okkur saman við. Hverjum er um að kenna? Hin mikla umræða nú og þá hefur nánast snúist um einn og sama þáttinn. Um skólana, sem börn og unglingar sækja. Um íslenskukennsluna þar, um hæfi eða vanhæfi kennara, um þessar kennsluaðferðir eða hinar, um hvaða námsgögn og hvaða námsefni sé þar boðið upp á – og hvernig breyta megi og eigi þessum umræðuefnum í hina eða þessa átina. Samfélagsgerðin er sökunautur Vandinn, sem við er að etja, er þó langt frá að vera bara vandi kennslumála. Hann er sá vandi, sem heitir “SAMFÉLAG” . Íslenska samfélagið hefur tekið stórkostlegum breytingum á síðustu tveimur til þremur áratugum. Fjöldkyldulífið hefur breyst mikið. Liðnir eru þeir tímar, sem tilheyrðu eldri og yngri samferðamönnum mínum, þar sem fjölskyldur komu daglega saman, snæddu saman kvöldverð, hlýddu saman á útvarpsfréttir og horfðu saman á sjónvarp á kvöldin. Áttu saman daglegar samverustundir þar sem rædd voru ýmis samfélagsleg mál og fjölskyldan lærði að ræða saman og hlusta hver á annan. Nú eru þessar mikilvægu samverustundir mikils til horfnar úr fjölskyldulífinu. Börnin ræða saman og velja sér samræðunauta með tölvunni og símanum þar sem oftast er töluð enska en sjaldan íslenska. Kvöldverðurinn á föstum viðverutíma og með föstu fjölskyldulífi er nánast horfinn en í staðinn komin upphitun á fjöldafæði sem foreldrar keypru í búð á leiðinni heim og hita svo ofan í sjálfa sig og krakkana. Snæða jafnvel sitt í hvoru lagi. Skapa þannig fyrir sig og þá meiri tíma til þeirra stefnumóta, sem hver og einn á við aðra en fjölskyldumeðlimi. Sem oftast eru höfð samskipti við fyrir milligöngu tölvunnar eða símans. Pála, leikskolastjórandi Hjallastefnunnar skýrði frá því fyrir nokkru, að hún nefðu brugðið á það ráð að hafa á boðstólum fjölfæðibox til upphitunar fyrir foresdra til þess að kippa með sér þegar þau vitjuðu barna sinna á brottfarartíma til þess að spara fjölskldunum ómakið að þurfa að leita sömu lausna í einhverjum búðum á leiðinni heim. Sú lausn, sagði hún “væri vinsæl”. Eina umtalsverða daglega fjölskyldusamverustundin þar með horfin. Tvær “þjóðtungur” Sama unga fólk og illt er að kenna að lesa íslesku í skólanum les sanarlega margt og mikið utan skólatíma – en fæst á íslensku. Enskan er þjóðtunga tölvunotenda og það er samskiptamálið. Ekki bara samskiptamál yngri tölvunotenda heldur tölvunotenda eldri sem yngri. Þeir eldri hafa hins vegar lengur notað íslenskuna í daglegu lífi en hinir yngri sem notast ekki bara við sína ensku í daglegu lífi fyrir milligöngu síma og tölvu heldur mjög oft líka sín á milli í frímínútum og utan þeirra. Litast um vegferðina Á sjálfu höfuðborgarsvæðinu háttar svo til, að sé þar um gengið og litast um meðal verslana og veitingahúsa eru heitin, viðfangsefnin og vörulýsingarnar nú orðnar eingöngu á ensku og ætlaðar bæði heimamönnum sem túristum. Eigendurnir, þeir sem þar ráða, gera vísvitandi þar upp á milli “þjóðtungna” og velja – enskuna. Menningarmálaráðherra ætlar nú að takast á við þann vanda og krefjast þess, að veitingahúsa- og verslunareigendur noti íslenskuna “líka”. Enska þjóðtungan þurfi ekki að víkja fyrir þeirri íslensku – heldur leyfa henni að vera með svona líka. Svo þarf að sjá hvernig þar fara leikar. Þegar veitinga- og verslunareigendur þurfa að nota íslensku til jafns við ensku á símum “samskiptamiðlum”. Mun það gerast – eða gerast svona aukreitis? Til þess að hlýða ráðherra? “Hvað á amma við“ Dapurt umhverfi íslenskrar tungu sést hvað best á því, að í viðræðum við unglinga skilja þeir oft illa eða ekki það sem þeir eldri eru að segja. “Hvað á hún amma við”? Þá spurningu hefi ég oft heyrt og frá mörgum samferðamönnum þegar barnabörnin og barnabarnabörnin ekki skilja þau orð en þó einkum þá málshætti, sem algengir eru meðal minnar kynslóðar. Þetta stafar ekki af menntunarskorti unga fólksins heldur af því, að þetta unga fólk hefur litið sem ekkert lesið á íslensku máli í frítímum sínum. Það unga fólk skortir samt oftast ekki skilning né heiti á hugtökum. Kann ágæt skil á þeim flestum á ensku – og notar þá ensku heitin þegar spurningunum er svarað. “Nú átti hún amma mín við þetta?” Með sama hætti eru ensku hugtakanöfnin gjarna notuð af unga fólkinu þegar það ræðir við afa eða ömmu um dagleg viðfangsefni. Það gera þau ekki vegna þess að þekkingu skorti heldur vegan þess að þau þekkja ekki vel sitt eigið móðurmál – ensku “þjóðtunguna” miklu betur. Þetta á að sjálfsögðu við þá unglinga, sem stundað hafa umtalsvert framhaldsnám. Aðra unga Íslendinga skortir skilninginn bæði á enskri og íslenskri “þjóðtungu”. Samt ristir enskukunnáttan ekki djúpt. Enska tölvusamskipta og síma er ágeng – en ekki djúprist. Kennslan ein – eða þjóðin öll? Sífellt illa læsari ungir Íslendingar eru það ekki sökum vanhæfra kennara, lélegs námsefnis eða vondra skóla. Sumt þar má vissulega bæta. En sjálf sökin liggur ekki þar. Sökin liggur í því samfélagi, sem við öll höfum átt þátt í að búa hér til og til áhrifa þess á málnotkun og málskilning. Hverjir eiga sök á því að slíkt samfélag hefur orðið til? Þar er illa hægt að gera upp á milli því sökin liggur hjá okkur sjálfum. Okkur öllum, Hverjum og einum. Viljum við þar einhverju breyta? Getum við þar einhverju breytt? Eða fer bara best á því að setja sökina á hina, - á einhverja aðra. Til dæmis skóla og kennara – eða kennsluefni, sem á þá að breyta. Og svo uppskerum við í næstu Pisa könnun. Uppsklerum eins og við höfum sáð. Uppskerum eins og við höfum. Árangurinn alltaf verri verri og verri: ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Sighvatur Björgvinsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Miklar og stórar umræður fara nú fram um slakan árangur íslenskra ungmenna í Pisa könnunum. Sama umræða og ekki veigaminni hefur farið fram eftir sérhverja könnun af þessu tagi, sem fram hefur farið á liðnum árum. Umræða um hvað gera eigi, hvað gera þurfi og hvaða vankanta þurfi að laga. Engu að síður hefur árangri íslenskra ungmenna hrakað með hverri og einni könnun. Erum nú langt á eftir þjóðum, sem við viljum allra helst bera okkur saman við. Hverjum er um að kenna? Hin mikla umræða nú og þá hefur nánast snúist um einn og sama þáttinn. Um skólana, sem börn og unglingar sækja. Um íslenskukennsluna þar, um hæfi eða vanhæfi kennara, um þessar kennsluaðferðir eða hinar, um hvaða námsgögn og hvaða námsefni sé þar boðið upp á – og hvernig breyta megi og eigi þessum umræðuefnum í hina eða þessa átina. Samfélagsgerðin er sökunautur Vandinn, sem við er að etja, er þó langt frá að vera bara vandi kennslumála. Hann er sá vandi, sem heitir “SAMFÉLAG” . Íslenska samfélagið hefur tekið stórkostlegum breytingum á síðustu tveimur til þremur áratugum. Fjöldkyldulífið hefur breyst mikið. Liðnir eru þeir tímar, sem tilheyrðu eldri og yngri samferðamönnum mínum, þar sem fjölskyldur komu daglega saman, snæddu saman kvöldverð, hlýddu saman á útvarpsfréttir og horfðu saman á sjónvarp á kvöldin. Áttu saman daglegar samverustundir þar sem rædd voru ýmis samfélagsleg mál og fjölskyldan lærði að ræða saman og hlusta hver á annan. Nú eru þessar mikilvægu samverustundir mikils til horfnar úr fjölskyldulífinu. Börnin ræða saman og velja sér samræðunauta með tölvunni og símanum þar sem oftast er töluð enska en sjaldan íslenska. Kvöldverðurinn á föstum viðverutíma og með föstu fjölskyldulífi er nánast horfinn en í staðinn komin upphitun á fjöldafæði sem foreldrar keypru í búð á leiðinni heim og hita svo ofan í sjálfa sig og krakkana. Snæða jafnvel sitt í hvoru lagi. Skapa þannig fyrir sig og þá meiri tíma til þeirra stefnumóta, sem hver og einn á við aðra en fjölskyldumeðlimi. Sem oftast eru höfð samskipti við fyrir milligöngu tölvunnar eða símans. Pála, leikskolastjórandi Hjallastefnunnar skýrði frá því fyrir nokkru, að hún nefðu brugðið á það ráð að hafa á boðstólum fjölfæðibox til upphitunar fyrir foresdra til þess að kippa með sér þegar þau vitjuðu barna sinna á brottfarartíma til þess að spara fjölskldunum ómakið að þurfa að leita sömu lausna í einhverjum búðum á leiðinni heim. Sú lausn, sagði hún “væri vinsæl”. Eina umtalsverða daglega fjölskyldusamverustundin þar með horfin. Tvær “þjóðtungur” Sama unga fólk og illt er að kenna að lesa íslesku í skólanum les sanarlega margt og mikið utan skólatíma – en fæst á íslensku. Enskan er þjóðtunga tölvunotenda og það er samskiptamálið. Ekki bara samskiptamál yngri tölvunotenda heldur tölvunotenda eldri sem yngri. Þeir eldri hafa hins vegar lengur notað íslenskuna í daglegu lífi en hinir yngri sem notast ekki bara við sína ensku í daglegu lífi fyrir milligöngu síma og tölvu heldur mjög oft líka sín á milli í frímínútum og utan þeirra. Litast um vegferðina Á sjálfu höfuðborgarsvæðinu háttar svo til, að sé þar um gengið og litast um meðal verslana og veitingahúsa eru heitin, viðfangsefnin og vörulýsingarnar nú orðnar eingöngu á ensku og ætlaðar bæði heimamönnum sem túristum. Eigendurnir, þeir sem þar ráða, gera vísvitandi þar upp á milli “þjóðtungna” og velja – enskuna. Menningarmálaráðherra ætlar nú að takast á við þann vanda og krefjast þess, að veitingahúsa- og verslunareigendur noti íslenskuna “líka”. Enska þjóðtungan þurfi ekki að víkja fyrir þeirri íslensku – heldur leyfa henni að vera með svona líka. Svo þarf að sjá hvernig þar fara leikar. Þegar veitinga- og verslunareigendur þurfa að nota íslensku til jafns við ensku á símum “samskiptamiðlum”. Mun það gerast – eða gerast svona aukreitis? Til þess að hlýða ráðherra? “Hvað á amma við“ Dapurt umhverfi íslenskrar tungu sést hvað best á því, að í viðræðum við unglinga skilja þeir oft illa eða ekki það sem þeir eldri eru að segja. “Hvað á hún amma við”? Þá spurningu hefi ég oft heyrt og frá mörgum samferðamönnum þegar barnabörnin og barnabarnabörnin ekki skilja þau orð en þó einkum þá málshætti, sem algengir eru meðal minnar kynslóðar. Þetta stafar ekki af menntunarskorti unga fólksins heldur af því, að þetta unga fólk hefur litið sem ekkert lesið á íslensku máli í frítímum sínum. Það unga fólk skortir samt oftast ekki skilning né heiti á hugtökum. Kann ágæt skil á þeim flestum á ensku – og notar þá ensku heitin þegar spurningunum er svarað. “Nú átti hún amma mín við þetta?” Með sama hætti eru ensku hugtakanöfnin gjarna notuð af unga fólkinu þegar það ræðir við afa eða ömmu um dagleg viðfangsefni. Það gera þau ekki vegna þess að þekkingu skorti heldur vegan þess að þau þekkja ekki vel sitt eigið móðurmál – ensku “þjóðtunguna” miklu betur. Þetta á að sjálfsögðu við þá unglinga, sem stundað hafa umtalsvert framhaldsnám. Aðra unga Íslendinga skortir skilninginn bæði á enskri og íslenskri “þjóðtungu”. Samt ristir enskukunnáttan ekki djúpt. Enska tölvusamskipta og síma er ágeng – en ekki djúprist. Kennslan ein – eða þjóðin öll? Sífellt illa læsari ungir Íslendingar eru það ekki sökum vanhæfra kennara, lélegs námsefnis eða vondra skóla. Sumt þar má vissulega bæta. En sjálf sökin liggur ekki þar. Sökin liggur í því samfélagi, sem við öll höfum átt þátt í að búa hér til og til áhrifa þess á málnotkun og málskilning. Hverjir eiga sök á því að slíkt samfélag hefur orðið til? Þar er illa hægt að gera upp á milli því sökin liggur hjá okkur sjálfum. Okkur öllum, Hverjum og einum. Viljum við þar einhverju breyta? Getum við þar einhverju breytt? Eða fer bara best á því að setja sökina á hina, - á einhverja aðra. Til dæmis skóla og kennara – eða kennsluefni, sem á þá að breyta. Og svo uppskerum við í næstu Pisa könnun. Uppsklerum eins og við höfum sáð. Uppskerum eins og við höfum. Árangurinn alltaf verri verri og verri: !
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun