Fram kemur á vef Veðurstofunnar að búast megi við austanátt og norðaustan átta til fimmtán metrum, en fimmtán til tuttugu syðst. Viðvörunin tekur sem fyrr segir gildi klukkan níu og gildir til klukkan eitt eftir miðnætti.

Um eða fljótlega eftir miðnætti tekur gildi gul viðvörun á Faxaflóa, í Breiðafirði og á Ströndum og Norðurlandi Vestra.
Freyja væntanlegt til Ísafjarðar
Með kvöldinu má búast viðvaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi klukkan 23. Hún gildir í sólarhring samkvæmt gildandi veðurspá.
Töluverð hætta er metin á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum í dag.Á morgun, aðfangadag, er spáð norðanstormi og hríðarveðri og búast má við miklum skafrenningi. Þá er mikil hætta talin á snjóflóðum. Varðskipið Freyja er væntanlegt til Ísafjarðar nú undir morgun þar sem það verður til taks næstu daga, meðal annars ef til þess kæmi að samgöngur rofni.