Lífið

Skatan vin­sæl hjá flestum, nema Finnum og tólf ára

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gestir á Múlakaffi voru ánægðir með skötuna. Efri röð frá vinstri: Hektor Jónsson og Ástvaldur Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Olga Helena Kristjánsdóttir og Oscar Koski.
Gestir á Múlakaffi voru ánægðir með skötuna. Efri röð frá vinstri: Hektor Jónsson og Ástvaldur Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Olga Helena Kristjánsdóttir og Oscar Koski.

Fullt var út úr dyrum í Múlakaffi í dag, þar sem á annað þúsund manns gæddu sér á skötu í tilefni Þorláksmessu. Eigandinn segir skötuna verða vinsælli með hverju árinu.

Skötuát á Þorláksmessu er ein rótgrónasta hefð Íslendinga dagana fyrir jól. Fólk hámar í sig kæstan fiskinn með bestu lyst ár eftir ár. Fréttastofa kíkti á Múlakaffi og ræddi við gesti með skötu á disknum. 

Hvernig smakkast hún? 

„Alveg geggjuð, hamsatólg - í fyrra fékk ég ekki hamsatólg og ég er enn í fýlu sko,“ sagði Olga Helena Kristjánsdóttir.

Klippa: Troðfullt í skötuveislu

Það eru ekkert allir tólf ára sem borða skötu?

„Mér finnst þetta ekkert rosalega gott heldur,“ sagði Hektor Jónsson. 

Einn finnskur gestur var ekkert sérstaklega ánægður með skötuna. Hann var að smakka hana í fyrsta sinn. 

Þú ert frá Finnlandi og líklega vanur sterku bragði. Er þetta í lagi?

„Bragðið er mjög sterkt þótt ég segi sjálfur frá. Þetta er alveg á mörkunum að vera gott,“ sagði Oscar Koski. 

Ástvaldur Guðmundsson sagði skötuna ekki bregðast í ár frekar en árið þar á undan. Honum þótti hún afar sterk og góð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.