Vallarmark á síðustu sekúndunum tryggði sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 10:31 Jason Sanders tryggði Miami Dolphins sigurinn gegn Dallas Cowboys í nótt. Vísir/Getty Miami Dolphins vann dramatískan 22-20 sigur er liðið tók á móti Dallas Cowboys í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn á lokasekúndum leiksins. Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023 NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023
NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira