Óvissustigi var aflýst í morgun klukkan níu á Flateyrarvegi. Samkvæmt upplýsingum vegagerðarinnar er flughálka á Innstrandarvegi en ófært er um ennisháls
Á Norðurlandi er snjóþekja eða hálka á helstu leiðum en þæfingur á Þverárfjalli, Sauðárkróksbraut og Siglufjarðarvegi. Þungfært eða þæfingur er á nokkrum útvegum. Unnið er að hreinsun á öllum helstu vegum. Siglufjarðarvegur er lokaður en verið að vinna að opnun.
Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka og skfrenningur eða éljagangur er á flestum leiðum með snjókomu eða éljagangi. Þæfingur er á Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði en unnið er að mokstri á öllum helstu leiðum. Ófært er á Dettifossvegi.