Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 14:02 Navalní hafði verið leitað frá upphafi desembermánaðar. vísir/ap Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16