Helga og Guðrún sækjast eftir embætti biskups Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. desember 2023 17:46 Guðrún (t.v.) og Helga (t.h.) hafa gefið kost á sér í embættið en nokkrir til viðbótar hafa verið orðaðir við biskupsstól. Vísir Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa báðar gefið kost á sér í embætti biskups. Kosið verður í mars. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, tilkynnti þann 1. janúar að hún myndi láta embætti að einu og hálfu ári liðnu. Í ágúst boðaði kjörstjórn kirkjuþings kosningar á tímabilinu 7. til 12. mars næstkomandi. Í millitíðinni kom í ljós að Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biskupsstofu hefði endurnýjað ráðningarsamning Agnesar til og með 31. október 2024 án þess kirkjuþing vissi af. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sagði þá í sumar að henni þætti undarlegt að undirmaður gæti gert samning við yfirmann sinn með þeim hætti. Tveir prestar hafa nú gefið kost á sér til embættisins, það eru þær Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Helga Soffía tilkynnti það í viðtali á mbl.is í dag að hún gæfi kost á sér til að verða biskup og segir hafa velt þessu lengi fyrir sér. „Maður verður að vita fyrir víst að maður vilji það sem maður leggur upp með. Maður fer ekki út í svona lagað með hangandi hendi eða óviss í sinni sök,“ segir Helga Soffía í samtali við fréttastofu. „Ef maður leggur upp í svona vegferð gerir maður það af öllu hjarta og leggur allt sitt í þetta. Þetta er eitt af mörgum störfum í kirkjunni en því fylgir mikil ábyrgð og ég er tilbúin að axla þessa ábyrgð og gefa mig qalla í þetta.“ Guðrún segist minnst tvö ár síðan fólk hafi farið að viðra þetta við hana og ákvörðunin átt sér langan aðdraganda. „Ég hef haft góðan tíma til að íhuga þetta og máta mig inn í þetta hlutverk. Ég hef lagt þetta í hendur Guðs og finn að ég er tilbúin, hafi ég þann stuðning sem ég þarf. Ég lít á þetta, þó þetta sé leiðtogahlutverk, þá gerir þetta enginn án þess að hafa góðan stuðning, mikinn meðbyr og fólki sér til stuðnings. Það hef ég.“ Hún segir kirkjuna að mörgu leyti á tímamótum og mörg aðkallandi verkefni fyrir næsta biskup. Eitt þeirra hlutverka verði að halda áfram að leiða kirkjuna inn í nútímann. „Kirkjan er á þónokkuð öðrum stað en hún var þegar síðasti biskup tók við. Við búum í ákaflega fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk er með ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Kikjan hefur undanfarin ár verið að finna sér stað í þessu samfélagi. Næsti biskup mun halda áfram að leiða það verkefni að finna kirkjunni góðan stað, þar sem hún er sterk um leið og kirkjan ber virðingu fyrir því að það vilji ekki allir tilheyra kirkjunni.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, tilkynnti þann 1. janúar að hún myndi láta embætti að einu og hálfu ári liðnu. Í ágúst boðaði kjörstjórn kirkjuþings kosningar á tímabilinu 7. til 12. mars næstkomandi. Í millitíðinni kom í ljós að Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biskupsstofu hefði endurnýjað ráðningarsamning Agnesar til og með 31. október 2024 án þess kirkjuþing vissi af. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sagði þá í sumar að henni þætti undarlegt að undirmaður gæti gert samning við yfirmann sinn með þeim hætti. Tveir prestar hafa nú gefið kost á sér til embættisins, það eru þær Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Helga Soffía tilkynnti það í viðtali á mbl.is í dag að hún gæfi kost á sér til að verða biskup og segir hafa velt þessu lengi fyrir sér. „Maður verður að vita fyrir víst að maður vilji það sem maður leggur upp með. Maður fer ekki út í svona lagað með hangandi hendi eða óviss í sinni sök,“ segir Helga Soffía í samtali við fréttastofu. „Ef maður leggur upp í svona vegferð gerir maður það af öllu hjarta og leggur allt sitt í þetta. Þetta er eitt af mörgum störfum í kirkjunni en því fylgir mikil ábyrgð og ég er tilbúin að axla þessa ábyrgð og gefa mig qalla í þetta.“ Guðrún segist minnst tvö ár síðan fólk hafi farið að viðra þetta við hana og ákvörðunin átt sér langan aðdraganda. „Ég hef haft góðan tíma til að íhuga þetta og máta mig inn í þetta hlutverk. Ég hef lagt þetta í hendur Guðs og finn að ég er tilbúin, hafi ég þann stuðning sem ég þarf. Ég lít á þetta, þó þetta sé leiðtogahlutverk, þá gerir þetta enginn án þess að hafa góðan stuðning, mikinn meðbyr og fólki sér til stuðnings. Það hef ég.“ Hún segir kirkjuna að mörgu leyti á tímamótum og mörg aðkallandi verkefni fyrir næsta biskup. Eitt þeirra hlutverka verði að halda áfram að leiða kirkjuna inn í nútímann. „Kirkjan er á þónokkuð öðrum stað en hún var þegar síðasti biskup tók við. Við búum í ákaflega fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk er með ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Kikjan hefur undanfarin ár verið að finna sér stað í þessu samfélagi. Næsti biskup mun halda áfram að leiða það verkefni að finna kirkjunni góðan stað, þar sem hún er sterk um leið og kirkjan ber virðingu fyrir því að það vilji ekki allir tilheyra kirkjunni.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42
Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00