Erlent

Nýjar ljós­myndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísplánetan neptúnus og hringir hennar.
Ísplánetan neptúnus og hringir hennar. Webb sjónaukinn

Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi.

Myndin er sú fyrsta sem sjónaukinn nær af Neptúnusi og jafnframt sú skýrasta sem næst af plánetunni í þrjátíu ár. Samkvæmt grein Geimferðarstofnunar Evrópu er myndin sérstök að því leyti að hún sýnir hringi Neptúnusar mun betur en fyrri  ljósmyndir sem náðst hafa undanfarna áratugi. 

Sumir hringanna hafa ekki sést á ljósmyndum síðan geimflaugin Voyager 2 flaug fram hjá plánetunni árið 1989. Á þessari nýjustu mynd sjást bæði bjartir hringirnir sem umkringja plánetuna en líka aðrir, daufari hringir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×