Þetta kemur fram í fundargerð Ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar frá fundi ráðsins þann 19. desember síðastliðinn.
„Þeir tveir staðir sem hafa verið notaðir fyrri ár eru því miður ekki nothæfir lengur fyrir slíkar brennur,“ segir í fundargerðinni.
Fulltrúar ráðsins harma að ekki hafi tekist að finna staðsetningu sem uppfylli skilyrði og mun á nýju ári skoða betur framtíðarfyrirkomulag varðandi áramótabrennur í Suðurnesjabæ.
„Til þess að koma til móts við íbúa hefur verið ákveðið að bjóða íbúum og gestum þeirra að raða sér við Sjávargötu með kyndla í boði bæjarins sem afhentir verða á staðnum og þannig mynda fallega eldröð meðfram sjónum.“
Þá er minnt á að flugeldasýningin sé að sjálfsögðu á sínum stað en hún verði við smábátahöfnina í Sandgerði sem er vel sýnileg frá Sjávargötu.
„Ráðið vill hvetja íbúa til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og hvetur til varkárni með eld.“