„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 13:35 Hópurinn hefur komið sér fyrir fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Lovísa Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira