Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2023 19:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót. Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira