Innlent

Sam­einast með SA í á­skorun gegn verð­hækkunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar

Samtök atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði skora á fyrirtæki og opinbera aðila að halda aftur af verð-og gjaldskrárhækkunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar kemur fram að félögin hafi fundað í dag um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ríkissáttasemjari stýrði fundinum.

Segir í tilkynningunni að Samtök atvinnulífsins og breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum hafi tekið höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auki fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.

„Samningsaðilar eru sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum. Til að það markmið náist verða allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×