Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 23:22 Páll Pálsson rýnir í stöðuna á fasteignamarkaðinum. Vísir/Samsett Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að desembertölurnar séu að vísu ekki komnar í hús en að desembersölur fylgi yfirleitt ákveðnum takti og lítið tilbreyting sé ára á milli. Lækkun í sölu nemur fimmtán prósentum miðað við í fyrra. Páll vakti athygli fyrr í mánuðinum þar sem hann viðraði hugmyndir sínar um mögulegt forsetaframboð árið 2028 ákveði Guðni að bjóða sig fram aftur á næsta ári. Páll segir að á landinu öllu hafi 880 til 890 samningar að meðaltali verið gerðir yfir árið en að í fyrra hafi verið um 1040 til 1050 samningar á mánuði. Hækkun fasteignaverðs á árinu nam 4,5 prósentum. „Það má alveg færa rök fyrir því að markaðurinn sé í hinu fullkomna jafnvægi. Oft er talað um að það sé annað hvort kaupendamarkaður eða seljendamarkaður en nú virðist það vera þannig að allir geti keypt og allir geti selt. Það er leiðinlegt að það hafi þurft vaxtahækkun til þess að búa til þetta jafnvægi,“ segir Páll. Það vakti athygli Páls að meðalaldur fyrstu kaupenda á árinu hafi verið 29,3 ár. Hann segir daga þess að fyrstu kaupendur séu á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm ára liðna og að algengara sé að fólk sé að kaupa sína fyrstu íbúð um þrítugt. Páll fer yfir frekari tölfræði á húsnæðismarkaðinum í viðtalinu sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hann segir að desembertölurnar séu að vísu ekki komnar í hús en að desembersölur fylgi yfirleitt ákveðnum takti og lítið tilbreyting sé ára á milli. Lækkun í sölu nemur fimmtán prósentum miðað við í fyrra. Páll vakti athygli fyrr í mánuðinum þar sem hann viðraði hugmyndir sínar um mögulegt forsetaframboð árið 2028 ákveði Guðni að bjóða sig fram aftur á næsta ári. Páll segir að á landinu öllu hafi 880 til 890 samningar að meðaltali verið gerðir yfir árið en að í fyrra hafi verið um 1040 til 1050 samningar á mánuði. Hækkun fasteignaverðs á árinu nam 4,5 prósentum. „Það má alveg færa rök fyrir því að markaðurinn sé í hinu fullkomna jafnvægi. Oft er talað um að það sé annað hvort kaupendamarkaður eða seljendamarkaður en nú virðist það vera þannig að allir geti keypt og allir geti selt. Það er leiðinlegt að það hafi þurft vaxtahækkun til þess að búa til þetta jafnvægi,“ segir Páll. Það vakti athygli Páls að meðalaldur fyrstu kaupenda á árinu hafi verið 29,3 ár. Hann segir daga þess að fyrstu kaupendur séu á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm ára liðna og að algengara sé að fólk sé að kaupa sína fyrstu íbúð um þrítugt. Páll fer yfir frekari tölfræði á húsnæðismarkaðinum í viðtalinu sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira