Áskorun um áramót Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2023 07:31 Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun